Svik, prettir og spam

spam_1.jpgÉg er gjörsamlega að drukkna í spam eftir að ég breytti síðunni minni í blogformið. Þetta hefur verið að stigmagnast undanfarið og er svo komið að ég verð að gefa mér tíma í að breyta komment-kerfinu á þann hátt að ég losni við þetta andsk… rusl. Til að bæta gráu ofan á svart lét ég svo plata mig í gær. Þannig er að ég er aðeins með eina PC vél í húsinu (nota annars bara apple), en hana nota ég bæði sem RIP fyrir Epson prentarana og sem einfaldan skráarþjón. Þessi tölva er ekkert notuð í annað. Það er enginn póstur á henni, ekkert verið að vafra á netinu eða neitt annað sem almennt gæti skapað vírusvandamál. Engu að síður er eintómt vesen á þessari “elsku”. Svo í gær kom upp athugasemd frá stýrikerfinu að nú væri kominn vírus og heimsendir í nánd. Þar sem ég er mikið snyrtimenni tók ég til við að reyna að losa mig við óværuna en allt kom fyrir ekki. Ég rakst á forrit sem lofaði öllu fögru og fyrir 50 USD átti ég að vera laus úr prísundinni. Heimasíðan leit mjög sannfærandi út svo ég ákvað að slá til. Hefði betur research-að þetta forrit nánar því nú fyrst var ég búinn að láta hafa mig af fífli. Ég var sem sagt búinn að borga 50 USD fyrir þennan fína trojuhest og um leið afhenda allar VISA upplýsingarnar! Góður. Nú þurfti ég að hafa samband við Visa og láta loka kortinu og panta nýtt. Svo hafði ég samband við bankann til að láta stöðva færsluna. Helv… fíflin skulu alla vega ekki fá borgað fyrir að fokka í mér! Mér finnst ég hafa elst um 10 ár.

6 thoughts

  1. Varðandi blog spamið þá er til gott plugin fyrir wordpress sem heitir spam karma svínvirkar og ég hef ekki fengið spam á síðuna hjá mér frá því ég fékk mér þetta.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *