Kaffisjúklingurinn ég

kaffi.jpgEf það er eitthvað sem ég gæti aldrei neitað mér um þá er það kaffi. Ég elska að útbúa góðan kaffibolla og setjast svo niður í sófann með góða bók eða fartölvuna og drekka kaffið mitt. Kaffineyslan hefur þróast í gegnum árin. Í dag útbý ég kaffið í svona könnum eins á myndinni. Ég á reyndar þrjár, eina minni og svo aðra frá Bialetti sem heitir Brikka og er frábrugðin að því leyti að hún er með ventli sem heldur lengur við og hellir því upp á kaffið undir meiri þrýstingi og með hlutfallslega minna vatni. Kaffið úr henni er því sterkt, en um leið silkimjúkt og freyðandi. Kaffið kaupi ég svo í baunum, þökk sé kaffikvörninni sem ég fékk í afmælisgjöf um daginn. Þannig er malað fyrir hvert skipti, sem gerir þetta að enn skemmtilegri athöfn fyrir svona kaffisjúklinga eins og mig. Árni vinur minn kallar mig reyndar stundum kaffihomma þegar ég er að útbúa kaffi fyrir hann niður á vinnustofu. Þar erum við með vél frá Jura sem er fín, en mér finnst Bialetti könnurnar mínar ekki gefa þessum sjálfvirku kaffivélum neitt eftir. Ég fékk athyglsivert kaffi að gjöf um daginn. Það er San Cristobal frá Galapagos sem ku vera týnt einu sinni á ári og er lífrænt ræktað. Er ekki enn farinn að smakka það því ég var nýbúinn að setja aðra tegund í kvörnina. Hlakka mikið til. Já, ég veit ég er svolítið skrítinn.

One thought

  1. Það er líka hörku gott kaffi sem þú býrð til, ekkert er betra en latte sem kaffihomminn er búin að nostra við.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *