Augnabliki

Svili minn kæri hvatti mig til að skella Öræfa myndasýningunni inn á YouTube. Ég hafði veigrað mér við því um daginn út af höfundarréttarmálum, þar sem ég nota tónlist Damien Rice undir sýningunni. En Svili benti mér á það að ég væri langt frá því sá fyrsti til að setja inn myndband þarna með tónlist þekktra listamanna undir. Svo ég ákvað að skella þessu inn bara. Ef ég þarf að greiða höfundarréttarþóknun og sektir fyrir þessa notkun er það alla vega fyrir góðan málstað 😉 Gæðin eru reyndar ekki nærri eins góð á myndunum þar sem YouTube bæði minnkar myndbandið og þjappar mun meira. Þannig að þeir sem vilja sjá þetta í bestu gæðum þurfa að hafa smá þolinmæði og skoða það hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *