Hefur draumurinn ræst?

digipano.gifÞað hefur lengi verið draumur meðal landslagsljósmyndara að geta tekið alvöru panorama myndir á stafrænan hátt. Þá á ég ekki við samsettar panoramamyndir eins og margir gera í dag með því að taka margar myndir á D-SLR vél og setja saman í tölvunni. Hér á ég við stafræna útgáfu af stóru panorama vélunum. Hingað til hefur þetta þótt frekar langsótt þar sem panorama myndavélar eins og Linhof 6×12 eða 6×17 og Fuji GX617 eru gerðar fyrir stórar 120mm filmur og því þyrfti one-shot skynjarinn að vera gríðarstór og um leið fáranlega dýr. Svissneska fyrirtækið Seitz er hins vegar búið að leysa málið með fyrstu stafrænu panoramavélinni. Þeir notast við scanbak með nýjum sérhönnuðum skynjara frá Dalsa sem leyfir mikið hraðvirkari skönnun en áður hefur þekkst. Bakið getur lesið 300MB á sekúndu og ljósnæmnin er 100x betri en á öðrum scanbökum sem þýðir að í praksís er notkun á þessu scanbaki lítið frábrugðin ljósmyndun með one-shot baki. Full upplausn frá vélinni er 160 Megapixlar eða tæplega 500MB skrár í 8bit RGB. Verðið er frá ríflega 2.4 milljónum króna og það er án linsu. Vélina/bakið er hægt að nota með stórformat lisnum frá Rodenstock eða Schneider og svo er líka hægt að setja það á aðrar stórformat vélar í framtíðinni til að hámarka notagildið. Snilldargræja!

3 thoughts

 1. 500mb skrár, hálfur hausverkurinn felst í því að taka myndirnar, hinn helmingurinn fer í að geyma allar myndirnar (ef maður er aktívur) svo vel heppnist.

 2. Ég geri fastlega ráð fyrir því að það sé hægt að taka myndir í fleiri upplausnum þar sem þetta er scanbak. Raw skráin fyrir fulla upplausn er ekki “nema” 300MB!

 3. usss, eitthvað segir mér þessi græja verði kominn í hverfisgötuna fljótlega:)

  annars flott dæmi, mac mini í tösku við hliðina á og 8µm pixlar, bara svolítið stór græja:(

  best að byrja spara

  kátir

  benni

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *