Ljósmyndum sem skrásetning

umhverfid.jpg
Umhverfið skrásett – Hraunbær

Það sem hefur heillað mig hvað mest alveg frá því að ég fór að pæla í ljósmyndun er hvernig hún skrásetur stað og stund. Tíminn er frystur og til verður mynd sem sýnir nákvæmlega það sekúndubrot. Þar sem ég er uppalinn við ljósmyndun vandist ég því frá blautu barnsbeini að það voru til mörg myndaalbúm á heimilinu. Það var jafnt frá ferðalögum og daglegu lífi fjölskyldunar. Ósjaldan sat ég og fletti þessum albúmum og endurupplifði tímana. Ekki nóg með það. Ég skoðaði líka myndir frá ferðalögum foreldra minna. Ferðir sem þau höfðu farið áður en ég var kominn í heiminn. Ég gat því á ákveðinn hátt upplifað hluti sem gerðust fyrir minn tíma, með hjálp hugmyndaflugsins auðvitað. Það er því kannski ekkert skrítið hversu mikla ánægju það veitir mér að skrásetja mitt daglega líf. Ég ljósmynda mikið börnin mín og fjölskyldulífið. Þegar maður eignast börn kemur ný vídd í þessa iðju. Margt sem manni þótti áður ómerkilegt verður að stórmerkilegum hlutum.

Diego Goldberg frá Argentínu tók sína iðju mjög skipulega. Á hverju ári frá 1976 var tekin portrett mynd af meðlimum fjölskyldunar. Hann valdi 17. júní til þess (skildi hann vera Íslandsvinur?). Hér má sjá þessar myndir sem spanna sem sagt 30 ár.

2 thoughts

  1. Hef séð þessa síðu áður, þetta er frábær hugmynd hjá honum. Ætli það sé ekki til rakvélar þarna í Argentínu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *