Skólahúsin fínu

klebergsskoli.jpg

Þá liggur leiðin norður á Akureyri þessa helgina. Árni félagi ætlar að koma með. Nú skal ljósmynda skólahúsin fínu, nánar tiltekið Brekkuskóla. Það er arkitektur.is sem teiknaði og ég ætla að ljósmynda fyrir þau. Nú er bara að vona að maður fái þokkalega birtu.

Arkitektúrljósmyndun krefst yfirlegu og oftast fer maður nokkrar ferðir, allt eftir því frá hvaða sjónarhorni maður er að mynda. Innanhúss myndir er yfirleitt best að skjóta í skýjuðu veðri til að fá ekki of mikinn kontrast í gluggafletina eða þá ljóskeilur inn á gólf sem brenna alveg út. Það getur verið mjög fallegt að ljósmynda í ljósaskiptunum, hvort sem er úti eða inni. Það gerði ég með Klébergsskóla núna í vikunni. Það þýddi að fara á fætur kl 5.30 í morgun til að ná upp á Kjalarnes í tíma fyrir ljósaskiptin. En það er vel þess virði þegar maður kemur í hús með góðar myndir. Myndin hér að ofan er frá þessari töku í morgun. Það var algert logn á Kjalarnesi!

3 thoughts

  1. Sæll – vildi bara benda á, fyrst þú opnaðir umræðuna um lognið á Kjalarnesi! Það er gjarnan logn á Kjalarnesi og sérstaklega á morgnana og kvöldin, logn er bara ekki fréttnæmt 😉 Nokkra daga á ári fer lognið bara svolítið hratt yfir! Takk samt fyrir að benda á þessa staðreynd.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *