Beta 4 af Lightroom

lightroom4b.jpg

Þá er komin fjórða betan af Lightroom. Athygli vekur að nú heitir forritið Adobe Photoshop Lightroom. Greinilegt að Adobe vill koma því til skila að þetta sé tól sem Photoshop notendur eigi að tileinka sér. Annars eru stærstu breytingarnar eru á Library og Develop hlutunum. Viðmótið hefur fengið andlitsliftingu sem í heildina er dekkra og kemur vel út. Endurhönnun á kúrvunni í Develop er til mikilla bóta að mínu mati; var allt of flókin eins og hún var. Einnig virka breytingarnar á Basic stillingunum vel á mig. Exposure stillingin er óbreytt, en nú er komin sértök Recovery stilling til að “toga” háljósin tilbaka. Fill Light er nýr möguleiki sem virkar vel til að opna blokkaða skugga. Þessar tvær stillingar koma í staðinn fyrir Luminance og Compression fyrir skugga og háljós sem voru í eldri kúrvunni. Brightness og Contrast eru ennþá inni og við hefur bæst Vibrance stilling sem er önnur útgáfa á litmettunartóli sem virkar þannig að hlutfallslega er lagður meiri þungi í að auka mettun í minna mettuðum pixlum en þeim sem eru meira mettaðir. Það á að hjálpa til við að fá meira “snap” í myndirnar án þess að sprengja gamutið eins mikið. Hefðbundna Saturation tólið er þó enn til staðar kjósi menn að gera línulegar breytingar á mettun lita. Ég geri mér grein fyrir að þessi texti er hrikalega enskuskotinn og ljótur aflestrar en ef ég myndi þýða þessi heiti yfir á íslensku er enn meiri hætta á því að enginn myndi skilja hvað ég væri að fara.

Hér má annars finna góða samantekt um breytingar á Develop hlutanum eftir Martin Evening og hér eru svo meiri upplýsingar frá Adobe. Hér sækir þú svo Adobe Photoshop Lightroom Beta 4.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *