Svartur dagur

svarturdagur.jpg

Dagurinn í dag er svartur dagur fyrir Íslendinga í tvennum skilningi. Borgin verður myrkvuð í kvöld til að borgarbúar fái tækifæri til að skoða stjörnurnar. Ljósmengun borgarinnar kemur almennt í veg fyrir að við sjáum annað en björtustu stjörnurnar. Hugmyndin hans Andra Snæs verður að veruleika. Geggjuð hugmynd sem reyndist samt furðu auðvelt að framkvæma.

Í dag verður líka byrjað að safna í Hálslón. Það er ákveðin kaldhæðni í því að það skuli hefjast sama dag og ákveðið hefur verið að slökkva á borginni. Eins og Andri sagði mér á þriðjudagskvöldið, þá er þetta eins og að lesa Draumalandið aftur á bak.

Andri var með aðra geggjaða hugmynd varðandi Kárahnjúkavirkjun. Hugmynd sem hefði gert Ísland að einstöku landi með íbúum sem þorðu að taka áhættuna að treysta á sjálfa sig. Þá hugmynd er ekki eins auðvelt að framkvæma á meðan stjórnvöld landsins sjá enga aðra möguleika í efnahagsmálum en álbræðslur.

2 thoughts

  1. Ertu búin að skoða mbl.is. Þetta er hræðilegt. Ég sit hérna og græt. Hvað erum við búin að gera?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *