Rauðaflúð að hverfa

raudaflud.jpg

Andri var að hringja. Hann var nýbúinn að tala við Raxa sem er fyrir austan. Rauðaflúð er víst að hverfa í þessum rituðum orðum undir Hálslón. Ég tók þessa mynd af Margréti Vilhjálmsdóttur leikkonu við Rauðuflúð í sumar. Magnaður krafturinn og um leið ótrúleg fegurðin í Jöklu fer ekki fram hjá manni á þessari mynd.

Það eru víst ekki margir að festa tortíminguna á filmu. Kemur mér ekki á óvart svo sem. Það þarf ekkert smáræðis hugrekki að horfa upp á aftöku af þessari stærðargráðu. Ég tek ofan fyrir Ómari og Raxa og öllum öðrum sem eru þarna fyrir austan núna.

5 thoughts

  1. Villtist inn á þessa síðu og varð eiginlega að kommenta því að orðið sem kom til að sanna að ég sé ekki eitthvert spam ógeð var “prumpa”

  2. Ég man eftir talibönum í Afganistan fyrir nokkrum árum, þegar þeir sprengdu upp mörg þúsund ára gömul líkneski og allur heimurinn fordæmdi þá fyrir að eyðileggja ómetanleg verðmæti. Ég nefni þetta, vegna þess að ég var að koma af sýningu á myndinni hans Ómars Ragnarssonar, þar sem hann fjallar um aðdragana og afleiðingar Kárahnjúkavirkjunar. það er með ólíkindum, forheimskan og brjálæðið, sem þar átti sér stað. Það er nokkuð ljóst að Íslendingar eiga sína talibana þegar kemur að umhverfismálum.
    Ég hvet alla sem tök hafa á, að sjá þessa mynd hans Ómars.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *