Er græðgin að fara með þá?

h3d.jpgÉg er ekki á Photokina. En ég fylgist náið með auðvitað. Ég hef farið alloft á þessa risasýningu sem má kalla Mekka ljósmyndarans. Það er alltaf gaman að sjá þar nýja hluti og hitta kollega frá öðrum löndum. Í ár er mikið um nýjungar enda er ljósmyndabransinn í örum vexti og þróunin hröð. Ljósmyndabransinn er orðinn gríðarlega harður og mörg stöndug merki hafa horfið af sjónarsviðinu undanfarin ár. Nýjasta útspil Hasselblad ætti því kannski ekki að koma manni mjög á óvart – eða hvað?

Hasselblad H1/H2 vélin hefur nú um nokkurn tíma verið talin toppurinn þegar kemur að myndavél til að nota með medium format stafrænum bökum. Hingað til hefur verið hægt að nota bök frá mörgum framleiðendum eins og Phase One, Leaf og Sinar. Hasselblad náði á skömmum tíma mjög góðri markaðsstöðu með nýrri medium format vél sem gerði fagmönnum kleyft að velja sér bak sem hentaði hverjum og einum. Hér á landi hefur Phase One átt markaðinn enda góð vara hjá traustum söluaðila. En nú hefur þessi staða breyst með tilkomu Hasselblad H3D.

Héðan í frá er bara hægt að nota Hasselblad bök á H3D og næstu H-vélar. Það verður sem sagt ekki hægt að fá H3-vél til að nota með Phase One eða öðrum bökum. Og ekki nóg með það. Nýjar H-linsur eins og nýja 28mm víðlinsan eru einnig bara nothæfar með H3D vélinni, þannig að núverandi eigindur H1/H2 geta ekki notað þær. Hasselblad ætlar sér þannig að þvinga alla þá sem hafa fjárfest í H-vélum að uppfæra í Hasselblad H3D og um leið í Hasselblad bak.

En þetta er ekki bara slæmt fyrir þá sem eiga nú þegar H1/H2 og stafrænt bak. Nýjir kaupendur hafa um leið takmarkaðra val. Þetta kemur óhjákvæmilega niður á kaupandanum. Hasselblad er örugglega með topp vöru, en þegar þeir þurfa ekki lengur að keppa við aðra er hætt við því að það komi niður á vöruþróun og gæðum.

Þetta útspil Hasselblad er gríðarlega vanhugsað finnst mér. H-vélarnar hafa notið fádæma vinsælda og ekki síst samsetningar af H1/H2 og Phase One. Þeir eru klárlega að reyna að murka lífið úr öðrum framleiðendum á stafrænum bökum. En þeir taka enga smá áhættu í leiðinni. Bæði stíga þeir all svakalega á tærnar á núverandi kúnnum um leið og þeri setja söluaðila sína í vægast sagt einkennilega stöðu. Mér finnst þetta gamalgróna fyrirtæki vera á rangri braut sem virðist bara stýrast af græðgi.

7 thoughts

 1. Hrikalega vont að sjá þessa þróun. Mér sýnist ekki nóg af ljósmyndurum commenta á þetta blog hjá þér 🙂

  En eins og þú segir, neikvæð þróun!

 2. þetta hlýtur að breytast, og ef ekki þá er kemur phase one til með að vinna fram hjá þessum hindrunum. Annars var gaman að skoða básinn hjá svíunum (japönunum/dönunum:) allt í þykku gerfigrasi og viðarlíki með risastórum snúningspalli þar sem fram fór vöru, tísku og portrett ljósmynun.

  en líkt og Rudi gamli þá finnst mér helvíti hæpin kenning hjá bladdaranum að spara glerin, bæði í stærð og verði og láta tölvuna sjá um að bæta upp gallana

  en vélin er flott, no question

  hilsen

  Benni

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *