Meira fótosjopp!

ben-head.jpgÉg fór á fótósjopp námskeið í gær og í dag. Námskeiðið var á vegum Prenttæknistofnunar í tengslum við ráðstefnu Xplor. Kennari á þessu námskeiði var Ben nokkur Wilmore. Ég fór aðallega á námskeiðið til að sjá hvernig hann nálgast hlutina. Ég kenni reglulega sjálfur og maður getur alltaf lært af öðrum, ekki síst öðrum kennurum. Ég átti samt ekki beint von á því að sjá marga nýja hluti. Hljómar kannski sem hroki, en ég er einfaldlega búinn að liggja það mikið yfir Photoshop að alveg ný skúbb eru frekar sjaldgæf. En samt er það svo dásamlegt með þetta forrit að það eru alltaf a.m.k. fimm mismunandi leiðir að sama markmiði og oft er maður búinn að tileinka sér óþarflega flóknar leiðir. Maður er jú ekkert nema vaninn þegar öllu er á botninn hvolft.

Fyrri dagurinn var róleg yfirferð á kúrvum fyrst og fremst. Ben hafði gott lag á því að gera verkfærið skiljanlegt fyrir þá sem eru óvanir notkun þess. Hellingur þarna sem ég get stolið! Ég hef stundum átt í ákveðnum vandræðum við að útskýra hluti sem mér finnst einfaldir – en þeir eru það auðvitað ekki fyrir byrjendur! Seinni dagurinn var fínn, Ben hélt uppteknum hætti við að gera flókna hluti einfalda. Hann útskýrði t.d. virkni Extract á mun betri hátt en ég hef áður séð. Hann var líka með mjög góð dæmi um notkun Blending Modes sem hafa vafist fyrir mörgum.

Að námskeiðinu loknu var svo boðið til hádegisverðar og þrátt fyrir ágætt námskeið var þetta hápunktur dagsins. Maður lifandi hvað þetta voru gómsætar snittur (eða tapas eða hvað þetta var). Lostæti alveg hreint! Ég hafði áhyggjur af því að fólk tæki eftir græðginni í mér því ég gat varla hætt að raða þessu í mig.

Þeir sem vilja tékka betur á Ben þá eru hér nokkrir linkar:

Digital Mastery (almenn heimasíða)
Hvar er Ben? (Ben býr í rútu, grey karlinn)
Photoshop Studio Techniques (dýpsta PS bókin hans)
Photoshop CS2 – up to speed (bara nýja PS dótið skoðað)
Photoshop – How to Wow (svakalega amerísk PS bók)

8 thoughts

 1. Svili minn kæri,

  já, kennslan býður upp á svo margt frábært, ekki síst há laun, svo há að ég má bara alveg hafa eina til tvær staffsetningarvillur hér…

  Ps: Ég opnaði fæl í fótósjopp um daginn.

 2. Hrikalegt að missa af þessu námskeiði – er ekkert á döfinni hjá þér að halda slíkt?

  Þá helst í Photoshop og litvinnslu.

 3. Sæll Daniel.
  Það eru góðar líkur á því að ég verði aftur með námskeið seinni part október og nóvember.

 4. Ég reyni að fylgjast með hérna en er einhver möguleiki á að þú getir sent mér email þegar/ef af því verður ? Mailið er daniel@svar.is

  Er reyndar í tveimur störfum og fullu námi þannig að ég veit ekki alveg hvort ég nái að koma þessu inn, færi líka eftir því hvenær þetta yrði.
  En s.s ef þú gætir skotið á mig maili þegar þú ert búinn að festa niður einhverja dagsetningu þá væri það vel þegið 🙂

 5. Hæ langar svolitið að fá svona forrit Photoshop CS2… hvar færst þetta forrit…. geturu send mer mail um það ?

 6. Fyrir Mac þá í Apple búðinni. Fyrir PC ætti það að vera til nokkuð víða. Getur lika keypt á netinu t.d. á Amazon.co.uk eða hjá bhphoto.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *