Helgarp

speltlummaSpeltlummurnar hennar Margrétar voru í aðalhlutverki enn á ný í gærkvöldi og slógu í gegn. Í þetta sinn voru gestirnir Árni og Hildur. Góður matur, frábær félagsskapur og gott rauðvín er uppskrift að skemmtilegu kvöldi. Við settum tóninn fyrir Krakow-ferðina sem við ætlum með þeim í nóvember.

Árni aðstoðaði mig fyrr um daginn við brúðarmyndatöku (eins og svo oft áður). Útimyndataka skildi það vera, þrátt fyrir kuldabola. Brúðhjónin voru algerar hetjur, þar sem við ljósmynduðum við Rauðhóla og svo upp í Heiðmörk í engri sérstakri blíðu. Það er ekkert grín að standa í svona max 4 stiga hita og roki í ermalausum brúðarkjól. En hvað gerir maður ekki fyrir brúðarmyndatökuna sína?

Í dag heimsóttum við Freysa og Veru sem fyrir viku síðan eignuðust sólargeisla númer tvö. Hún er ekki komin með nafn svo ég kalla hana bara Snæfríði. Hún var voða fín eins og sjá má á myndunum.

sneafridur1.jpg

sneafridur2.jpg

Helena stóra systir tók hressilega á móti okkur og spurði hvort við kæmum ekki færandi hendi. Jú, það stóð heima. Bleikt prinsessudót fyrir stóru systur og bleikur galli og húfa í stíl handa Snæfríði. Helena er mjög ánægð með litlu systir, en stakk víst upp á því við foreldra sína að það væri tilvalið að hún ætti heima hjá ömmu og afa. Snilldarlausn auðvitað!

Helena

freysipabbi.jpg

3 thoughts

  1. frábærar myndir og frabært myndefni! you have outdone yourself segi ég hreint út í hógværð minni. skrýtið hvað ég eignast falleg börn (taktu eftir, nú í fleirtölu!), þó ég sé álíka fótógenískur og gömul borðtuska.
    heija norge
    freyr

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *