Útilegan sem hvarf

asbyrgi.jpg
Kvöldverður með góðum vinum í Ásbyrgi – 25. júlí 2006

Það er sagt að það séu til tvenns konar tölvunotendur: 1) Þeir sem hafa tapað gögnum 2) Þeir sem eru að fara að tapa gögnum. Það er mikið til í þessu. Ég reyni að tileinka mér öguð vinnubrögð og setja mér verkferla til að lágmarka hættuna á því að týna gögnum. Samt sem áður kemur það fyrir (aðeins of oft!) að ég sit við eina af tölvunum mínum að leita að myndum og finn þær ekki. Ég lenti síðast í þessu núna um helgina. Ég ákvað að ganga frá skráningu á myndum síðan í sumar. Settist við tölvuna hér heima og uppgvötaði að það vantaði myndir frá útilegu frá því í sumar. Þetta var vikuferð með fullt af góðum myndum. Búinn að henda því út! Veit að ég var með þetta inni um tíma því ég var búinn að velja úr og endurskíra skrárnar. En nú var þetta ekki á sínum stað. Nett sjokk, en ég hugsaði með mér að kannski væri ég með afrit niður á vinnustofu. Við gerðum okkur ferð í bæinn og sem betur fer voru myndirnar á harða disknum á vinnustofunni. Andaði léttar. Ég hafði sem sagt á e-h tímapunkti ákveðið að vinna úr þessu á vinnustofunni og líklegast hent því út hér heima á sama tíma til að vera ekki með tvöfalt sett í gangi og muna svo ekki hvað var búið að vinna úr. En svo hef ég haft of mikið að gera og gleymt þessari ákvörðun. Það er ekki svo sniðugt að vera með öflugari tölvu á vinnustofunni. Þá nennir maður ekki alltaf að vinna úr myndum heima, sérstaklega þegar þær eru mjög margar.

folders.jpgÍ kjölfarið á þessu hef ég ákveðið að setja upp einfalt litakerfi á möppurnar mínar. Rautt þýðir að það á eftir að velja úr, gult þýðir að það sé búið að velja úr og breyta í DNG og grænt þýðir að það sé búið að klára skráningu að auki. Það er mikið atriði að klára skráningu áður en maður vinnur úr DNG skránum því skráningin fylgir jú afkomendunum. Um að gera að reyna að gera hlutina bara einu sinni!

8 thoughts

  1. Já, Vista hefur fengið mikið “lánað” frá OsX. Sá einu sinni mjög fyndið video þar sem mátti heyra Bill Gates telja upp allt það nýja í Vista á meðan myndin sýndi e-h fara yfir það sama á tölvuskjá í OsX. Í lokin kom svo bara setningin “Sounds familiar?”

  2. Þetta er alls ekki vitlaust – ótrúlegt hvað svona litakóðun getur einfaldað hlutina fyrir manni, ég sem hló alltaf af stelpunum sem skrifuðu glósurnar niður í tíu mismunandi litum!

  3. Já heyrðu, þarna var ég, ásamt ÓliHar og Andra Má í ljósmyndaferðalagi á sama tíma, gistum í Ásbyrgi aðfaranætur 25. og 26. júlí… aldrei sér maður ekki neinn :-P, vorum reyndar ekkert þarna mikið að degi til, þetta var bara gististaður… og það góður eins og venjulega… þegar við vorum að búa okkur til brottfarar þá hittum við þarna ljósmyndarann…. ahhh alveg stolið úr mér, var á gömlum stórum rauðum trukki, Iveco eða álíka og lenti í einhverju bileríi þarna…

    já og ætli ég tilheyri þá ekki hópnum sem er að fara að tapa gögnum… Backup!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *