Sunnudagsröltið

einstefnuasia.jpg
Einstefnuasía, 22. október 2006

Fórum í bæinn í gær, fjölskyldan. Tilgangur ferðarinnar var m.a. að finna ferðahandbók um Kraká. Fórum í Mál og Menningu á Laugavegi og þar var nú frekar slappt úrval. Mun meira til hjá Eymundsson niður í Austurstræti, en ekki nein bók um Kraká. Borgin er líklega ekki almennilega uppgvötuð í hinum vestræna heimi líkt og t.d. Prag sem ferðamannaborg. Á maður ekki bara að vera ánægður með það? Þá er smá möguleiki að hún sé laus við Macdonald’s og allt hitt vestræna ruslið.

bordapylsu.gifÞað sótti að okkur gríðarlegt hungur eins og venjulega. Röðin á Bæjarins bestu var ekki svo slæm svo við skelltum okkur bara á súlukjötið. Tók þessar skemmtilegu myndir af syni mínum Ara Carli þar sem hann hesthúsaði í sig pylsunni á mettíma. Eftir pylsurnar tók við laaangur bíltúr. Við ætluðum nefnilega að hætta okkur í nýja IKEA í Garðabæ. Það slagaði bara hátt í utanlandsferð, tímalega séð. Bílaröðin náði frá Smáranum að IKEA. Þegar við loks komumst upp á brúna og í átt að IKEA ákvaðum við að fara bara heilan hring á torginu þar. Það var svo stappað af bílum að það var búið að loka RISA-bílastæðinu og fólki nú vísap á annað stæði. Aðeins of mikið af fólki fyrir okkar smekk. En þá tók bara við önnur bílasúpa í hina áttina. Mikið rosalega er ég feginn því að þurfa ekki að aka þessa leið á hverjum degi!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *