Ég prenta svo léttur í lundu

21-steinifjall.jpg
Ólafsvík, kúlumynd eftir Steina Fjall.

Nóg að gera að í útprentun þessa daganna. Ekki nóg með að verkefnin mín spýtist hér út heldur eru alltaf fleiri að biðja mig um að vinna myndir fyrir sig. Þar kennir ýmissa grasa eins og við má búast. Í gær prentaði ég t.d. mynd í stærðinni 100×272 cm fyrir Steina nokkurn Fjall. Hann er með kúlumyndir.com – tekur svona 360 gráðu myndir. Þetta eru svolítið funky myndir þegar búið er að taka kúluna og fletja hana út líkt og gert er þegar svona kúluform er prentað út í tvívídd. Steini vinnur þetta allt eftir kúnstarinnar reglum, liggur meira að segja yfir HDR samsetningum og ég veit ekki hvað. Svona myndir eru samsettar úr mörgum myndum og því meira en nóg upplausn til hágæðaprentunar. Það eru margir að leika sér að svona samsetningum og þetta kúluform hentar auðvitað mjög vel til að sýna rými í þrívídd, en þá þarf að vera með shockwave plugin fyrir vafrann. Þar eru myndirnar virkilega að njóta sín því þannig er eins og maður sé á staðnum. Tékkið endilega á síðunni hans og skoðið myndirnar með þessari tækni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *