Trommuheilinn sleppir sér

ari_headphone.jpg
Trommuheili jr í stuði – 9. september 2006

Ég er búinn að vera gríðarlega duglegur undanfarna daga að kaupa mér íslenska tónlist. Ástæðan er tvíþætt. Í fyrsta lagi er svo mikið af spennandi íslenskri tónlist í boði þessa dagana og í öðru lagi hefur Skífan á Laugavegi verið að afnema virðisaukaskattinn af tónlist, sem er náttúrulega bull því að Ríkisskattstjóri myndi aldrei leyfa neinum að afnema neinn skatt… En alla vega 24.5% afsláttur af geisladiskum var nóg til þess að ég missti mig aðeins. Verslaði Please dont hate me með Lay Low og Puppy með Togga um daginn og skellti mér svo á Benna Hemm Hemm í gær. Þrusugott efni. Benna tekst að gera lúðrasveitarsándið svalt. Geri aðrir betur! Það er magnað hvað stafræn upptökutækni ásamt dreifingarmöguleikum Internetsins eru að skapa mikil tækfæri fyrir tónlistarmenn. Í dag kynnist maður svona 100x fjölbreyttari tónlist en áður – sem er frábært. Svo ekki sé minnst á snillinga eins og Egil Harðar og fleiri sem halda úti metnaðarfullu tónlistarbloggi. Þetta er allt saman rokk og ról…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *