Tæknilegir ljósmyndarar

panitz.jpgÉg var að lesa um tvo ansi magnaða ljósmyndara. Annar heitir Igor Panitz og hinn David Zimmerman. Báðir ganga töluvert lengra en aðrir í því að ná settum takmörkum í sinni ljósmyndun. Igor myndar mikið bíla. Fyrir nokkrum árum var hann að skjóta svartan bíl og vildi fá ljóslínur eftir línum bílsins. Hann ákvað því að smíða sér ljósagræju með hjálp Olivers bróður síns. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag notar hann mjög fullkomna, tölvustýrða ljósa-dolly sem þeir hafa þróað og gerir þeim kleyft að lýsa bíla með ótrúlegri nákvæmni. En ljósið er ekki bundið við ljósstrípur heldur er einnig hægt að fá mýkra, softbox-ljós með græjunni. Þeir fara jafnvel með dótið á location, lýsa bílinn sér í rökkri og svo mynda þeir bakgrunninn á eftir. Útkoman er hrikalega flott, minnir svolítið á housemaster myndirnar en þá var algengast að mála inn áherslur með ljósi. Hér er notuð tækni til að lýsa bílinn frá a-ö með ótrúlegri nákvæmni.

zimmerman.jpgDavid Zimmerman er að gera allt aðra hluti, nefnilega loftljósmyndun. Hann ferðast um Bandaríkin á stórum húsbíl (sem í eru tvö stór rúm, eldhús, baðhergi og tölvuaðstaða) sem dregur risa vagn sem í er sérsmíðuð flugvél, tölvuver og ég veit ekki hvað. Hann er meira að segja með gervihnattartengingu á bílnum til að geta verið í síma og netsambandi hvar sem er og sólarpanel til að framleiða rafmagn. David vildi nefnilega hafa möguleika á því að ljósmynda svæði þar sem erfitt er að fá flugmenn til að fljúga um eða þar sem engir flugvellir eru yfir höfuð. Hann lærði því bara flugið sjálfur og breytti svo QuickSilver GT500 tilraunaflugvél til að geta fest undir hana EOS 1Ds Mark II í girobúnaði og auk þess notar hann medium format vél með Leaf Aptus 75 baki sem hann heldur á i vélinni (líka með giro).
Þessir gæjar eiga almennileg dótakassa!

4 thoughts

  1. Ég sé eftir þennan lestur að þú ert náttúrulega ekki nærri nógu metnaðarfullur ljósmyndari – koma svo, taka sig á hérna!

  2. Já ég veit… er núna á fullu að pæla í möguleikunum á fjarstýrðri þyrlu sem gæti sveimað inni í kirkjunni og náð einstökum skotum af brúðhjónunum! Þetta er náttúrlega fyrir neðan alla hellur að vera að ljósmynda og láta ekkert fyrir sér fara…

  3. Geggjaðar bílamyndirnar, væri gaman að sjá þær í fullri stærð en ekki svona litlar. Endilega koma með meira svona fyrir ljósmyndanördana í hópnum 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *