Afmælisskírn

skirn2.jpg

Já, það er til. Við stóðum fyrir því í dag. Ari Carl varð þriggja ára í dag og fékk skírn í kaupbæti. Ég mæli með því að fólk sé ekkert að hangsa með að skíra afkvæmin sín. Við sofnuðum aðeins á verðinum og áður en við vissum var drengurinn að verða þriggja ára og óskírður! Það varð að bæta úr þessu og við ákvaðum því að koma fólkinu okkar á óvart í dag. Allir héldu að þetta væri sakleysislegt barnaafmæli en svo birtist presturinn óvænt til að græja málin. Maður hafði nú lúmskt gaman af því að sjá svipinn á liðinu. Ari Carl stóð sig með prýði og sagði séra Sigrúnu hvað hann heitir. Eliot frændi hans tilkynnti að hann þyrfti að fá svona skírn bráðlega. Hann hafði náttúrlega ekki hugmynd um að móðir hans er ekki eins mikill haugur og Chrissi frændi.

skirn1.jpg

Eftir skírn og jesúbróðirbesti-gaul var sunginn afmælissöngur og Ari fékk loks að blása á kertin á Spiderman kökunni. Spidermanmyndin ofan á kökunni var bara obláta í yfirstærð sem eitthvað bakaríið í bænum er svo sniðugt að selja á uppsprengdu verði. Voða flott, en voða vont. Hugsa að við splæsum í marsipan útgáfuna næst.

ari_3ara_1.jpg

ari_3ara_2.jpg

6 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *