Öðruvísi barnamyndir

snudratudra.jpg
Írena og Sara í myndatöku 7. nóvember 2006

Hvað er eiginlega öðruvísi barnamynd? Ég er stundum spurður hvort ég taki ekki svoleiðis barnamyndir. Þegar ég spyr fólk hvað það á við er fátt um svör. “Bara ekki þessar týpísku…” er oftast sagt. Týpísk barnamynd í mínum huga felur í sér gæruna hvítu, stálbala eða sápukúlur – og barnið er nakið (eða á bleyjunni), með gullkrossinn um hálsinn.

Það er svo sem ekkert að því að taka svoleiðis myndir af börnum og í raun ákveðinn hefð hér á landi. En hvers vegna? Hversu algeng sjón er það að sjá börnin okkar nakin á gærum, sitjandi í stálbala eða í sápukúlustormi? Ég meina – endurspegla slíkar myndir virkilega barnið og karakter þess?

Sápukúlutrixið er reyndar ágætt til að fá gleði fram í smábörnum, en ég fæ alveg grænar bólur þegar maður sér slíkar myndir þar sem barnið er svart/hvítt og sápukúlurnar í lit. Er kannski verið að reyna að beina athyglinni að sápukúlunum? Er barnið ekki nógu spennandi?

Ég er pínulítið hræddur um að “öðruvísi barnamyndir” séu einfaldlega bara góðar myndir þar sem er greinilegur kontakt við barnið og engin áhersla á “props”. Fólk hefur e-h steríótýpumyndir í höfðinu þegar það hugsar um barnamyndir teknar á ljósmyndastofum og þegar það sér myndir sem hafa svolítið líf þá eru þær skemmtilegar og öðruvísi. Það er akkúrat þannig barnaljósmyndir sem höfða til mín – og vonandi líka viðskiptavina minna!

3 thoughts

  1. Áhugaverðar pælingar hjá þér. Ef til vill hafa stofuljósmyndarar farið að bjóða upp á gæru- og sápukúlumyndatökur á sínum tíma til að gera eitthvað ,,öðru vísi” sem síðan hefur orðið ,,týpískt” með tímanum.

  2. Sæll Einar.
    Já, sjálfsagt var gæran alveg kreisí á sínum tíma, efast ekki um það. Kíkti á síðuna þína. Mér finnst myndin við “íslanssaga fyrir byrjendur” vera algert gull.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *