Á þessum degii fyrir tveimur árum síðan

gasaflstod.jpg
Gasaflstöðin við Straumsvík, Hasselblad 903SCW / Fuji Reala

…tók ég þessa og fleiri myndir af Gasaflstöðinni sem er varaaflstöð fyrir álverið í Straumsvík. Auðvitað getur þessi rafstöð ekki framleitt nægilega orku fyrir álverið, en hún kaupir mönnum e-h smá tíma til að reyna að bjarga kerjum ef straumrof verður.

Þessi bygging hafði algerlega farið fram hjá mér, þar til þennan dag sem ég ljósmyndaði hana fyrir Arkitektastofuna Hornsteina. Ég er líklega ekki einn um það að vera ekki mikið að horfa út í hraunið þar sem ég bruna fram hjá álverinu í Straumsvík? Hrikalega flott bygging utan um rafstöð. Þarna er notuð skemmtileg blanda af grjóti og stáli sem var gaman að ljósmynda. Sólin var svo lágt á lofti að ég man að ég fékk ekki nema smá sleikju á húsið svolítið eftir að þessi mynd var tekin. En það er akkúrat þetta ljós, á meðan er að birta til, sem ég fíla vel í arktiektúrinn. Ég hef myndað fleira fyrir Hornsteina eins og Þjóðmenningarhúsið og Þjóðminjasafnið.

Þessi verkefni skaut ég bæði á Hasselblad 903 SWC og á Linhof Technicu á 4×5″ og 6×12. Mest notaði ég Fuji Reala negatíva filmu og svo skannað á Imacon. Í dag tek ég arkitektúrinn næstum eingöngu stafrænt, enda búinn uppfæra myndavélina og fá mér tilt-shift linsur fyrir Canoninn. Hins vegar verður að segjast að það er einhver magnaður galdur í þessari Carl Ziess Biogon 38mm linsu sem er á 903 bladdaranum. Eitthvað perspektív sem næst bara á þessari vél. Því slæðist hún oft með í arkitektúr tökurnar ennþá.

4 thoughts

 1. Snilld.. var einmitt þarna fyrir ca. ári síðan – þá var allt á kafi í snjó. Féll allveg fyrir þessari byggingu eyddi góðum tíma í að mynda hana.. þetta er alveg snilldarhönnun og einmitt svakalega flott blanda af efni í henni.

 2. Flott bygging og enn betri mynd hjá þér.

  …hvernig væri að skella sér saman á tónleika fljótlega og mynda hljómsveitir?

  Ást og friður.

 3. Sæll,

  Ég er einmitt heillaður af Þjóðmennigarhúsinu. Fékk þann heiður að mynda þar á öllum hæðum (líka undir á háaloftinu) vegna vinnu minnar við öryggismál hússins. Gét reyndar alveg viðurkennt að það sé undarleg tilfinninga að ganga þar um kl 04:00 að morgni.

  Það er ekki hægt að segja annað enn að forfeður okkar hafi lagt mikið í húsið……og kannski eru þeir þar ennþá að störfum!

  Er reyndar ekki alveg jafn hrifinn af WC í kjallaranum.

  Keðja

  Snorri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *