Fjölskylduskógarhögg

jolatre1.jpg
Pabbi hótar að saga hausinn af Hurðaskelli (bara grín)

Fórum í dag ásamt pabba upp í Heiðmörk að sækja jólatré. Hingað til höfum við nú látið nægja að kaupa tré sem e-h aðrir hafa fellt fyrir okkur í öðru landi. En í ár kom pabbi með þessa snilldarhugmynd að fella okkar eigið tré hjá Skógræktinni í Heiðmörk. Við vorum alveg til í að prófa það. Það var töluvert af fólki á staðnum þegar við komum þangað um hádegið. Meira að segja tveir jólasveinar í hörku stuði, börnunum til mikillar ánægju. Hófst svo leitin að hinu einu sanna fjölskyldutré. Það var ekki laust við að norska skógarkattargenið hafi blossað upp í manni innan um öll greinitréin. Pabbi er einmitt mikill Heiðmerkuraðdáandi enda alinn upp í grennd við Nordmarka í Oslo og fór þar í óteljandi gönguferðir.

jolatre2.jpg
Norsku skógarkettirnir að störfum

Við fundum fyrst tré fyrir pabba og mömmu en það tók aðeins lengri tíma að finna tré fyrir okkur. Ég var mjög hrifinn af furunni en dætur mínar voru sko ekki á því að þessi furutré væru alvöru jólatré. Loks fundum við fallegt tré. Til að taka stemmarann alla leið varð auðvitað að binda tréð á toppinn á Land Rovernum, annað var ekki hægt. Það var ánægð fjölskylda sem renndi heim á leið með aðeins of stórt jólatré eins og venjulega. Takk fyrir okkur pabbi!

jolatre3.jpg
Hin íslensku Griswald’s?

2 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *