Uppskera sumarsins

cld060811_084.jpg
Jóhanna og Arnar, 11. ágúst 2006

Nú er ég á fullu að prenta stækkanir og þakkarkort, m.a. fyrir þau fjölmörgu brúðhjón sem ég ljósmyndaði í sumar. Þetta var gott ljósmyndasumar hjá mér og nú finnur maður vel fyrir því, enginn tími í neitt annað en að prenta þessa dagana!

Þegar ég fer að hugsa út í það, var sumarið lygilega gæfuríkt hvað veðrið varðar (á laugardögum alla vega). Ég slapp svo gott sem alveg við rigningu eða rok og fékk oftar en ekki ljómandi ljósmyndabirtu. Tökum myndina hér að ofan sem dæmi. Þarna kom líka þessi fína hlýja og mjúka birta eins og pöntuð þegar við vorum búin að koma bílnum fyrir, varði í svona 5 mínútur, rétt á meðan við kláruðum tökuna. Stundum er maður svona heppinn.

Annars er ég farinn að bóka tökur fyrir næsta sumar. Dagsetningin 7. júlí 2007 er auðvitað löngu farin. Fyrstu brúðhjónin sem bókuðu hana hjá mér urðu reyndar að hætta við, því allt annað sem þau reyndu að bóka var fyrir löngu upptekið. Ég verð nú að viðurkenna að ég spáði akkúrat ekkert í dagsetninguna þegar ég gekk að eiga konuna mína.

One thought

  1. Hvað áttu við drengur? ,,spáði ekkert í dagsetningu´´… kjaftæði, hver hugsar um ástina þegar dagsetningar og stórveislur eru annars vegar? …helv…

    Ég ætla bara að droppa við Nonna frænda ef kjédlíngin vill mig áfram…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *