Nú betusjoppa

pscs3.gif

Þá er það orðið opinbert. Eftir einhverjar klukkustundir verður hægt að sækja nýja betu af Photoshop CS3 hér. Jább, ný sjoppa fyrir alla Intel makkana og einnig pésa – líka þá sem eru komnir með Vista. Búið ykkur undir að þurfa kannski að bíða svolítið. Ekki nóg með að þetta sé líklega vinsælasta forrit í heimi heldur er niðurhalið engin léttavara. Mac útgáfan er 684MB (inniheldur Bridge and Camera Raw 4) og Windows útgáfan er 355MB. Athugið að einungis skráðir notendur af Photoshop CS2 geta sótt betuna. Ef þú ert ekki með löglega útgáfu og þar af leiðandi serial númer færðu bara tveggja daga útgáfu af betunni.

Það er stuðningur við Intel makkana sem er stóra málið og fregnir herma að hraðaaukningin sé gríðarleg, sem kemur svo sem ekki á óvart þar sem CS2 keyrði jú í Rosettunni. Ný útgáfa af Bridge er mikið hraðvirkari og nú er hægt skoða 100% stærð í Bridge til að athuga skerpu og bera saman margar preview myndir í einu (líkt og hægt er í iView MediaPro). Camera Raw 4 líkist Lightroom að mestu leyti hvað stillingarnar varðar. Mikið verður samt spennandi að sjá hvort Camera Raw stillingar séu núna loks samhæfðar á milli þessara forrita.

Annars er nú þegar búið að opna Adobe Photoshop CS3 Learning Center hjá yfirnörrunum hjá NAPP. Fyndið hvað þjálfun og kennsla á Adobe forritin er orðin gríðarlega fyrirferðamikil. Það er til urmull af mönnum sem kenna allir rosaleg “secret tips” og “shortcuts”. En það er nú samt þannig að þó að maður sjái og lesi alls konar stórsniðug tips þá er kannski svona 2% af því sem hefur e-h raunverulegt gildi í almennri myndvinnslu.

En alla vega, ný sjoppa til að leika sér að. Það er ljóst að maður verður eitthvað við tölvuna um jólin…

4 thoughts

  1. Mjög spennandi uppfærsla verð ég að segja. Hlakka til að sjá þetta þegar þetta verður released.

    Eithvað búið að tjá um hvenær þetta á að koma út?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *