Lofar góðu

cs3.gifÉg verð að segja að fyrstu skrefin í notkun á nýju sjoppunni lofa góðu. Ég hef reyndar ekki haft tíma til að kafa mjög djúpt, en það sem ég hef séð hingað til er ég afskaplega sáttur við. Ég tékkaði fyrst á aðalmálinu (fyrir mig alla vega). Eru Raw stillingar á milli Lightroom og ACR nú orðnar samhæfðar? Já – en ekki fyrr en Lightroom verður komið úr betu! Andsk… helv… í fyrstu leit út fyrir að þetta væri í lagi en svo fékk ég grun minn staðfestan. Þetta atriði var að gera mig geðveikan og það lítur út fyrir að það verði svo áfram um stund.

Næsta mál sem ég er hins vegar alveg að fíla er uppfærsla á kúrvunni. Nú sýnir hún líka histogram og maður getur stillt af nýtingu tónasviðs líkt og í Levels inn í Curves! Því er ekki lengur þörf á að vera með Levels adjustment layer + Curves adjustment layer.

new_curve.gif

Kúrvan er besti vinur minn í myndvinnslu. Það er fátt sem ekki er hægt að gera með þessu tóli. Ég er því alltaf jafn hissa þegar ég verð vitni af því hversu margir nota hana aldrei. Sérstaklega ef það eru ljósmyndarar því þeir af öllum ættu jú að skilja contrast kúrvur og tengdar pælingar. Ef þú ert ein/n af þeim sem hefur ekki tileinkað þér að nota Curves við myndvinnslu í Photoshop þá er kominn tími til að skella sér bara í djúpu laugina. Ég lofa þér að þú sérð ekki eftir því þegar þú ert búin/n að ná tökum á Curves!

3 thoughts

  1. Ég er sammála þér að útgáfan lofar góðu. Ég er mjög sáttur með nýja viðmótið og þá sérstaklega að hægt er að stilla gluggann með myndinni að stærðin á honum fylgir alltaf því plássi sem hann hefur, þ.e. að ef maður felur tækjastikuna til hægri þá stækkar myndglugginn. Eins er öflugt að geta notað filtera án þess að breyta myndinni sjálfri og ég er sammála að curves glugginn er orðinn miklu þægilegri. Eins lofar Camera Raw glugginn góðu og er með svipaðar stillingar og Lightroom (það verður víst hægt að nota Camera RAW á TIFF og JPG myndir líka í lokaútgáfunni hef ég heyrt).

  2. Hafði prófað Lightroom Beta í gömlu tölvunni minni áður en hún “crased”. -Nýja talvan er með VISTA, en ég keypti svo Lightroom og setti í hana. Það virkar ekki í henni en gamla góða Photoshop er fínt og Bridge líka. Nú er ég ekki viss um að CS3 sé nothæft í VISTA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *