Komin/n í jólaskap?

arndis_kor.jpg
Arndís í jólaskapi með kórnum sínum – 18. desember 2006.

Það var ekki hægt annað en að komast í jólaskap í fyrradag þegar barnakór Árbæjarskóla hélt sína árlegu jólatónleika. Anna María tónmenntakennari á hrós skilið fyrir frábært starf. Báðar dætur mínar eru í kórnum og mjög áhugasamar. Það hefur verið gaman að fylgjast með hversu mikið þeim hefur farið fram undir handleiðslu hennar. Hún var meira að segja búin að gefa út disk með jólalögum sem fjölskyldurnar gátu keypt og um leið styrkt starf kórsins.

bjargey_kor.jpg
Bjargey syngur “Hvít Jól” ásamt kórnum – 18. desember 2006.

Ég tók nokkrar myndir á tónleikunum eins og við mátti búast. Lýsingin á sviðinu var ekki mikil og því ekki auðvelt að fanga stemninguna. Ég neyddist til að vinna á ISO 3200 og skaut á ljósopi 2 og ca 1/60 s. Myndirnar hér að ofan eru teknar á 135mm f/2 L linsuna sem ég eignaðist fyrir skömmu. Fimman er hreint mögnuð vél hvað noise varðar. Myndirnar eru vissulega grófar þegar maður stækkar þær eitthvað upp en fullkomlega nothæfar. Og fyrir Netið eru þær bara mjög fínar. Ef ég hefði notað flass þarna væru þessar myndir alveg steingeldar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *