Anyone for Bridge?

Eftir að hafa notað Photoshop CS3 og Bridge CS3 beturnar svolítið eru nokkur atriði sem mig langar að deila með ykkur, svona til fróðleiks. Á heildina litið virðist þó vera frekar lítið af stórum vandamálum, alla vega fyrir þá sem eru enn með PowerPC vélar, eitthvað meira virðist hrjá nýju Intel vélarnar, eins og við mátti búast.

bridgecs3_quickthmb.gif

Það fyrsta sem ég rak augun í þegar ég notaði Bridge CS3 í fyrsta skipti var að thumbnail myndir voru ekki neitt líkar því sem ég var vanur að sjá. Ástæðan er sú að nú er það sjálfgefin stilling að nota ‘Quick Thumbnails’ sem notar Thumbnail myndina sem er geymd í sjálfri skránni, en í eldri útgáfu Bridge var forritið sífellt að lesa skrárnar í heild og útbúa Thumbnail út því. Fyrir vikið var Bridge nokkuð hægvirkt og því var þessi breyting gerð. Það er lítið mál að fá betri Thumbnail með því að velja ‘High Quality Thumbnails’ eða ‘Convert to High Qulity Thumbnails When Previewed’. Ég hef kosið að hafa Quick Thumbnails valið og nota frekar skipunina Edit>Make High Quality Thumbnails eftir því sem þarf, þar sem Bridge er miklu sprækara þannig, sérstaklega á iMac vélinni sem ég er með hér heima.

bridgecs3_makethmb.gif

Annað sem ég tók eftir var að mér fannst Thumbnail myndirnar frekar slappar í litmettun, líkt og Bridge læsi ekki ICC prófílinn fyrir myndirnar. Það kom mér því ekki á óvart þegar ég rakst á nýja stillingu í Preferences þar sem hægt er að kveikja og slökkva á Color Management fyrir Bridge. Sjálfgefin stilling er sem sagt slökkt sem skýrir frekar útvatnaðar thumbnail myndir.

bridgecs3_cms.gif

Það er því ýmislegt nýtt í þessari útgáfu og um að gera að byrja alltaf á því að skoða Preferences (flýtilykillinn er command + k á mac eða control + k á pc) þegar maður skoðar ný forrit í fyrsta skipti. Þar leynast yfirleitt hlutir sem geta annars farið fram hjá manni.

One thought

  1. Sæll

    Skemmtileg síða sem þú hefur hérna.

    Ég er nýbyrjaður að nota Bridge CS3. Þegar ég skoða myndir sem ég hef tekið þar er eins og að Bridge optimæsi myndirnar, bæði kontrast og birtustig. Þetta heppnast ansi vel hjá Brige og ég hef verið að reyna að finna út úr hvernig ég geti nýtt mér þessar breytingar áfram í vinnslunni, því þegar ég svo opna myndina í PS hverfur hún tilbaka til upprunalegs horfs. Ef þú veist eitthvað um þetta máttu gjarna láta mig vita.

    Kkv. Einar Óli

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *