Litstýring 1. hluti

cms.gif

Ég hitti stundum fólk sem segist aldrei nota ICC prófíla. Gott og vel. Ef þú ert að nota Windows 95 og Photoshop 4 eða eldra er það alveg möguleiki. En ef viðkomandi er að nota nútíma stýrikerfi og hugbúnað er óhjákvæmilegt að hann sé að nota ICC prófíla og litstýrikerfi (CMS). Það má vel vera að viðkomandi spái ekkert í hvernig þessi prófílar og litstýrkerfi virka eða eru uppsett í tölvunni , en það þýðir ekki að sá hinn sami sé e-h veginn búinn ná að slökkva á órjúfanlegum hluta Photoshop og fleiri forrita.

En hvers vegna er þörf á litstýringu og þessum ICC prófílum?

Jú, tölvur vita í raun ekkert um liti. Tölvur eru bara mjög þróaðar reiknivélar, þær skilja og vinna með gildin 1 og 0. Við verðum því að nota tölur til að túlka liti í tölvum. Því þurfum við einhvers konar stærðfræðilegt kerfi. RGB og CMYK litmódelin urðu til löngu fyrir tíma tölvanna. RGB og CMYK tákna ekki raunverulega liti heldur frekar uppskrift af blöndu ljóss, sem virkar á augun okkar sem litir.

Ef við látum 20 manns hafa sömu mataruppskriftina fáum við aldrei 20 nákvæmlega eins rétti. Það sama má segja um tól og tæki sem vinna með liti, hvort sem það eru skjáir, skannar, myndavélar eða prentarar. Sama uppskrift af litblöndu skilar ekki endilega sömu niðurstöðu.

RGB og CMYK litmódelin eru tækjaháð (e. device specific) því litirnir sem við fáum frá þeim er háðir því frá hvaða tæki þeir koma, t.d. prentara, skanner, stafrænni myndavél, skjávarpa o.s.frv.

? Sama sett (uppskrift) af RGB eða CMYK tölum koma mismunandi út á mismunandi tækjum.

? Til að búa til sama litinn á mismunandi tækjum þurfum við að breyta RGB eða CMYK tölunum sem send eru á tækin.

Í framhaldi stöndum við frammi fyrir þessum vandamálum:

? Hvernig vitum við hvað þessar RGB og CMYK tölur eiga að þýða, t.d. hver er liturinn 255.0.0? Jú í RGB módeli er þetta hreinn rauður ? en hvaða rauður? Rauður eins og skjárinn minn sýnir rauðan? Rauður eins og prentarinn minn prentar rautt? Jarðarberja rauður?

? Hvernig vitum við hvaða RGB eða CMYK tölur við eigum að senda á tækið til að fá litinn sem við viljum á endanum? Eða með öðrum orðum, ef við vitum nákvæmlega hvaða rauða lit við viljum, hvernig vitum við hvaða tölur við sendum til að ná því fram?

Það eru einmitt þessi vandamál sem litstýrikerfin (Color Management Systems = CMS) eiga að leysa. Þau gera það með því að finna nákvæmlega út hvernig tækin okkar fara með þessar RGB og CMYK tölur. Litur í tölvum eru jú bara tölur, tölvur og tæki vita ekkert um liti nema það sem við höfum “sagt” þeim. Við getum bara “talað” við tölvur og önnur stafræn tæki með hjálp talna eða stærðfræði.

4 thoughts

  1. Þú ættir að pósta link á þetta inn á Ljósmyndakeppni. Örugglega svona 3000 manns þar sem myndu segja.

    “Já er það þannig sem þetta virkar”

    þegar þau lesa þetta 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *