Litstýring 2. hluti

Eins og áður er sagt eru RGB og CMYK litmódelin tækjaháð. Til allrar hamingju eru til litamódel sem eru ekki tækjaháð ? þ.e. tækjaóháð (e. device independent). Tækjaóháð litmódel nota tölur til að sýna fram á það hvernig maðurinn skynjar mismunandi liti.

Árið 1931 skilaði CIE nefndin (CIE voru vísindamenn og aðrir fræðingar sem kortlögðu alla liti sem maðurinn skynjar og bjuggu til staðla fyrir allt ljós, þ.m.t. liti þess) stærðfræðimódeli yfir liti sem heitir CIE XYZ (1931). Þetta módel var sérstakt þar sem það reyndi að túlka litaskynjun mannsins á staðlaðann hátt með stærðfræði. Síðan 1931 hafa komið fram alls kyns útgáfur af þessu módeli sem öll eru á einn eða annan hátt skyld CIE XYZ. Alengast af þeim er CIELAB.

CIE litmódelin lýsa hverjum lit sem venjulegur maður með venjulega litsýn sér undir nákvæmum aðstæðum. CIE segir okkur hins vegar ekkert um hvað við þurfum að gera við skjáinn, skannann eða prentarann til að búa til þá liti.

Við verðum því að nota bæði tækjaháð og tækjaóháð litmódel til að stjórna litvinnslu í daglegu lífi.

ciela2.gif
CIELAB eða bara LAB er það tækjaóháða litmódel sem er mest notað. LAB er byggt upp eins og hugur okkar dæmir liti. Það notar þrjár undirstöður sem kallast L*, a* og b* (lesist L-stjarna o.s.frv.). L* stendur fyrir Lightness eða birtumagn, a* stendur fyrir hversu rauður eða grænn liturinn er og b* stendur fyrir hversu blár eða gulur liturinn er (það er ekkert til sem er grænrautt eða blágult, hins vegar er til gulgrænt, blágrænt, rauðgult o.s.frv). LAB á að innihalda alla liti sem maðurinn getur séð. Það er alveg jafnt hvað skynjun varðar, þ.e. fræðilega á breyting á einum af þremur undirstöðunum á að breyta skynjun okkar í sama hlutfalli.

Þó að CIELAB hafi ekki beint verið hannað með tölvunotkun í huga þá hefur það reynst mjög vel í tengslum við litstýringar. CIELAB gerir okkur mögulegt að stjórna litnum á ferð hans í gegnum tölvur og tæki, með því að tengja tækjaháð RGB eða CMYK gildi við LAB sem byggir á skynjun okkar. Þannig virkar LAB sem e.k. túlkur eða allsherjar litatungumál á milli tækja. Það leyfir það sem RGB og CMYK gera ekki ? að lýsa meiningu litanna sem við eru á höttunum eftir hverju sinni.

LAB litur er því eins konar skynjunarlitur, nákvæm skilgreining á litum byggð á skynjun mannsins.

Verkefni litstýrikerfa er því einkum tvíþætt:

? Þau þurfa að finna út hvaða skynjunarliti RGB eða CMYK gildin standa fyrir hverju sinni.
? Þau þurfa að halda þessum skynjunarlitum stöðugum á milli tækja.

Stundum er meira horft í stöðugleikann, en það er mikilvægt að benda á það að ef við vitum ekki nákvæmlega hvaða liti við erum með í höndunum er vonlaust að halda þeim stöðugum!

Litstýrikerfin gera í raun bara tvennt:

? Þau gefa RGB eða CMYK gildunum ótvíræða merkingu. Með litstýringum vitum við nákvæmlega um hvaða blæbrigði af litnum er að ræða.

? Þau breyta RGB og CMYK gildunum sem við sendum á tækin okkar ? skjá eða prentara hvers konar ? þannig að hvert þeirra framkalli sömu liti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *