Litstýring 3. hluti

Skoðum nú hvernig litstýrikerfi eru uppbyggð. Þau eru samsett úr fjórum grunnþáttum:

PCS ? Profile Connection Space. PCS gefur litum ótvírætt gildi í CIELAB sem er óháð breytum hinna ýmsu tækja sem við notum til að búa til liti. Það skilgreinir liti eins og við sjáum þá í raun og veru.
Prófílar ? Prófíll lýsir sambandinu á milli RGB eða CMYK gildanna og þeirra skynjunarlita sem þau framkalla. Prófíllinn lýsir því t.d. hvaða CIELAB gildi liturinn rauður (255.0.0) hefur á viðkomandi tæki. Prófíll svarar því spuningunni hvaða blæbrigði af rauðum þetta er hverju sinni.
CMM ? stendur fyrir Color Management Module. CMM-inn er hugbúnaður sem sér um útreikningana sem þarf að framkvæma þegar RGB eða CMYK gildunum er breytt. CMM er því í raun bara reiknivél. Þessi litreiknivél notar gögn um litina frá prófílunum.
Rendering Intents eða RI. ICC kerfið býður upp á fjórar mismunandi aðferðir við meðhöndlun lita sem eru fyrir utan ?gamut? eða utan þess sem viðkomandi tæki getur framkallað (e. Out of gamut). Hér er s.s. átt við þá liti í frummyndinni sem eru það mettaðir að útgangstækið, hvort sem það er skjár eða prentari, getur ekki skilað þeim.

ICC prófíll breytir á ekki hegðun tækja á nokkurn hátt heldur skilgreinir einungis hegðunina – gefur nákvæma skýrslu um hana. Það er algengur misskilningur að prófílarnir geri litgreiningu óþarfa og að prófílar leysi því fagmenn af hólmi. Prófílar og litstýrikerfi taka ekki lélegu myndirnar og láta þær líta vel út. Þess frekar sér litstýrikerfið til þess að allir gallar lélega mynda skila sér á milli tækja.

Til að geta breytt litum, t.d. frá RGB yfir í CMYK þarf alltaf tvo prófíla. Við þurfum prófíl sem segir okkur hvernig litirnir eru í frummyndinni (e. source profile) og svo annan sem segir okkur hvernig þarf að breyta þeim til þess að þeir komi sem líkast út á endastöðinni (e. destination profile). Með einföldun getum við sagt að frumprófíllinn segir CMS kerfinu hvaðan litirnir eru að koma og endaprófílinn hvert þeir eru að fara.

2 thoughts

  1. Flott framtak, góð lesning fyrir okkur nörrana. Mætti kannski bæta við hvernig best er að haga sér í þessu, þ.e.a.s. hvað t.d. ljósmyndari (eða áhugamaður…) ætti að gera til að litastilla kerfið hjá sér (stillingar í myndavél, hvernig skjár ætti að vera kvarðaður og hvernig maður kvarðaði prentarann). Takk fyrir mig, Tyrkinn

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *