Loksins snjór!

snjokarl-2.jpg
Haraldur snjókarl knúsaður. 6. janúar 2007.

Þvílíkur munur að fá loksins snjó til að lyfta skammdeginu. Honum var tekið fagnandi hér í Hraunbænum og ég fór út á laugardaginn að búa til snjókarl með púkunum og taka myndir. Snjórinn var fullkominn “snjóboltasnjór” – mátulega lítið frosinn til að haldast vel saman, en samt ekki of blautur og þungur. Við bjuggum því til mjöööög myndarlegan snjókarl á mettíma. Ég þurfti meira að segja hjálp nágranna við að koma “maganum” á sinn stað. Það ríkti mikil gleði yfir þessum nýja fjölskyldumeðlim eins og myndin hér að ofan ber með sér.

snjokarl-1.jpg
Haraldur hárfagri, snjókarl með norsku ívafi. 6. janúar 2007.

Það voru því mikil vonbrigði fyrir börnin, þegar við komum í gærkvöldi, eftir skemmtilegt Þrettánda matarboð hjá Andra Snæ og Möggu (takk fyrir okkur!) að e-h höfðu fundið sig knúna til að ganga frá Haraldi. Hinir sömu höfðu einnig fundið ástæðu til að eyðileggja alla snjókarlana í nágrenninu, en þeir voru orðnir all nokkrir (þó svo að Haraldur hafi nú verið myndarlegastur). Merkilegt að finna löngun hjá sér til þess að eyðileggja e-h eins saklaust og snjókarl, sem er klárlega búin til af börnum?

heidmork_snjor1.jpg
Vetrarstemning í Heiðmörk. 7. janúar 2007.

Vetrarhátíðin hélt svo áfram í dag þegar við skelltum okkur í gönguferð um Heiðmörk með þeim Árna og Hildi. Þar var ævintýralegt um að litast, eins og e-h risi hafi stráð úr ofurstórum flórsykurspoka yfir allt landslagið. Reykvíkingar ættu að nota mörkina meira, furðufáir þar í dag eins og oftast, þrátt fyrir æðislegt veður og fallegt umhverfið. Eftir hressandi útiveru hreinsuðum við nánast út úr Árbæjarbakarí (vorum orðin svolítið svöng) og gæddum okkur svo á rúnstykkjum og sætabrauði í góðra vina hópi hér í Hraunbænum. Svona eiga sunnudagar að vera!

heidmork_snjor2.jpg
Púkarnir í stuði eftir göngu í mörkinni. 7. janúar 2007.

3 thoughts

  1. Snjókarlinn sem ég bjó til lagðist á hliðina og eyðilagði vesturálmu hússins. Bý nú í hlöðunni og stúdera byggingarfræði!

    GLEÐILEGT NÝTT ÁR

    P.s. Bjór ársins er Carlsberg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *