Hversu margir böggar?

manybugs.jpg
“Alla vega 6…” – Ari Carl, 3. desember 2006.

Ef þið eruð að nota Lightroom saman með nýju Photoshop/Bridge CS3 betunni þá skuluð þið varast svolítið að eiga við metadata í Bridge. Alla vega ef þið vinnið með PSD skrár sem koma frá Lightroom í Bridge. Ég rak mig á þennan bögg – eða lús eins og sumir hafa þýtt fyrirbærið. Ef þú flytur út PSD skrár (export) frá Lightroom og vinnur svo í þeim í Bridge er hætta á því að skrárnar skemmist. Það lýsir sér þá þannig að upp kemur villan “Could not complete your request because an unexpected end-of-file was encountered” þegar þú ert að reyna að opna myndina í Photoshop.

Ég lærði þetta um daginn þegar 6 myndir eyðilögðust með þessum hætti – og að sjálfsögðu voru það allt myndir sem ég var búinn að liggja yfir í svona eins og tvo tíma! Ég sendi bugreport (lúsaskýrslu?) inn á spjallvefinn hjá Adobe og viti menn – þeir tékkuðu á þessu og það kom í ljós að ég hafði fundið svona líka fína lús, sem nú yrði sett undir FAQ ásamt hinum vinum sínum. Hvernig gengur öðrum annars með nýja dótið? Fleiri að lenda í óvæntum uppákomum?

One thought

  1. Sæll,

    “Ég sendi bugreport (lúsaskýrslu?)”

    Nokkuð goð þýðing hjá norðmanninum!

    Keiko

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *