Raunir grasekkils

Næstum vika síðan ég póstaði síðast. Kemur ekki til af góðu. Konan stungin af til New York. Enginn tími í annað en að klæða, baða, hátta, sníta og skeina. Nei allt í lagi, kannski aðeins ýkt, en þið vitið hvað ég á við…

handbolti1.jpg
Fylkir – Selfoss, Bjargey er þarna lengst til hægri.

Dagurinn í dag var ekki alveg nógu góður í heimi handboltans. Í þessari fjölskyldu var það tvöfalt. Byrjaði klukkan hálf eitt þegar 6. flokkur Fylkis spilaði um þriðja sætið við Selfoss á móti 6. flokks í Gróttu, Seltjarnarnesi. Eitthvað drekka skvísurnar fyrir austan öflugri kókómjólk en börnin hér í borg óttans. Stærðarmunurinn var slíkur að það var eiginlega fyndið. Bjargey var að spila með, þar sem Fylkismenn voru óvenju fáliðaðir (hún æfir með 7. flokk) og fékk það hlutskipti í fyrstu að vera á línunni. handbolti2.jpgHún dekkaði því “Sigfús” (eins og ég kýs að kalla hana) í fyrstu sókn Selfoss. Frekar skondið eiginlega þar sem hún náði henni rétt í mittið. Svo færði Bjargey sig reyndar í hægra hornið og stóð sig með prýði. Fylkisstúlkur spiluðu ágætan varnarleik, en það segir sig sjálft að það er erfitt að eiga við svona öfluga leikmenn eins og Selfoss skartar. Því var nokkuð ljóst í hvað stefndi og leikurinn fór 4-1 fyrir Selfoss, sem voru vel að sigrinum komnar. Hér á uppstækkuðu myndinni til vinstri má sjá “Sigfús” fá eitraða línusendingu og eins og glöggir lesendur átta sig kannski á verður frekar fátt um varnir þegar líkamlegir yfirburðir eru svona miklir…

En áður en næstu handboltavonbrigði litu dagsins ljós skelltum við okkur bara í Breiðholtsbrekkuna á skíði og hittum þar frændsystkinin Manon og Eliot. Fallegt veður í dag, frekar kalt en þau létu það ekkert á sig fá. Það verður nú að hrósa Villa Vill fyrir það að halda úti þessum lyftum í Reykjavík endurgjaldslaust. Mætti samt alveg pæla í því að gera svipað fyrir Strætó. Hver fer í Strætó þegar það kostar 280 kr. ferðin? Þetta er náttúrulega bara bull. Ætti Strætó ekki að vera ókeypis hjá þjóð sem hefur efni á því að flytja inn sköllótta skemmtikrafta fyrir yfir hundrað milljónir – fyrir fimmtugsafmæli?

breidholtsbrekka.jpg
Frænkurnar í janúarsól, Ari Carl alveg við það að fljúga á hausinn í baksýn.

Eftir góða tvo tíma í brekkunum héldum við til systur minnar til að upplifa hin handboltavonbrigðin. Merkilegt hvað Íslendingar eru alltaf lánlausir á þessum mótum. Miðað við höfðatölu erum við náttúrulega mögnuð. Verst hvað útlendingar taka lítið tillit til þess?

2 thoughts

  1. Þetta er algjör snild. einfaldlega vegna þessi ,,Sigfús” er systir mín, hún er 12 og ég er 15, og hún er alveg að ná mér. við selfyssingar fundum upp kókómjólkina svo það er ekki skrítið að við séum stærri og sterkari, enda erum við systkynin svolgin í kókómjólkina og drekkum mikið af henni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *