Saumastund og sparnaður

sauma1.jpg
“Ein ég sit og sauma” – Arndís Lund, 28. janúar 2007.

Við skruppum til mömmu og pabba í Vorsabæinn í dag. Alltaf stuð hjá ömmu og afa. Krakkarnir fengu að taka í sænska gæðastálið hennar mömmu. Ég var að dást að þessari saumavél um daginn og þá sagði hún mér að hún hafi borgað hana niður á einu ári á námsárum sínum, m.a. með skúringarvinnu. Ég velti því fyrir mér hversu margir gera svona lagað í dag þegar þeir eiga ekki fyrir flatskjánum til dæmis?

Bankarnir auglýsa grimmt alls konar sparnaðarleiðir – en eru ekki beint sparsamir í sínum veisluhöldum eða ímyndarauglýsingum. Nýjasta bullið er staðgreiðslulán. Taka lán hjá Visa tilað fá staðgreiðsluafslátt. En síðast þegar ég vissi voru vextirnir hjá Visa þeir sömu eða mjög svipaðir og yfirdráttarvextirnir þannig að staðgreiðslulán er bara dulbúinn yfirdráttur. En viðskiptavinurinn getur blekkt sig í meiri neyslu og þá er tilgangnum náð, ekki satt?

Hvað nú um það, Ara Carli fannst alla vega stuð að fá að sauma með ömmu sinni.

sauma2.jpg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *