Sunnudagsstuð

elisabet.jpg
Elísabet Þráinsdóttir a.k.a Metalía.

Já bara nokkuð brattur á þessum ágæta sunnudegi. Barnið sem bar vinnuheitið Metalía fékk nafn í gær og heitir Elísabet. Fallegt nafn á fallegri stúlku. Svili var afar sáttur við daginn eins og gefur að skilja. Stúlkan skírð, Ísland vann Slóveníu og Man Utd bætti sigri í safnið. “Nú vantar bara KISS tónleika í kvöld og dagurinn er fullkominn” sagði hann. Samur við sig hann Svili. Það var celebrity presturinn sjálfur sem skírði, en Hólabiskup forfallaðist út af veikindum. Þetta er ekki grín. Hólabiskup er föðurbróðir svila sko. Þá dugaði eðlilega ekkert minna en celebrity presturinn.

skirn.jpg

Annars bara stuð. Smá frétt fyrir þá sem eru að nota Photoshop CS3 betuna. Það er kominn uppfærsla á Bridge í beta 2. Hana má sækja sér hér. En það furðulega er að þeir eru ekki búnir að laga bögginn sem ég rak mig á og póstaði á adobe labs. Þið þurfið því ennþá að vara ykkur á því, ef þið vinnið myndir í Lightroom og exportið PSD þaðan. Ef þið eigið við rating eða annað metadata á þessum skrám í Bridge eyðileggjast þær og verða óopnanlegar. Bridge CS3 hefur verið frekar óstöðugt á vélunum hjá mér en Photoshop CS3 bara solid. Prófaði nýtt og betra photomerge um daginn og það kom mér þægilega á óvart, ég þurfti nánast ekkert að eiga við samsetningarnar sem sjoppan gerði sjálfvirkt. Fyrirmyndin var gömul mynd sem ég þurfti að skanna, en hún var of stór í skannann svo ég þurfti að taka hana í tvennu lagi. Vísvitandi hafði ég hana svolítið skakka á milli hluta en Photomerge lét það ekkert á sig fá.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *