Metal í morgunsárið

ari_singstar.jpg
Ari tekur nettan metal í morgun til að “koma sér í gírinn”.

Já hann Svili minn hefði verið sáttur hefði hann séð Ara taka Ace Of Spades með Motörhead í Singstar í morgun. Snúðurinn heimtaði að fá að taka eitt lag áður en hann færi í leikskólann. Við létum það náttúrulega eftir honum (enda orðin svo soft á gamals aldri) og okkur til undrunar kunni hann að renna í gegnum valmyndirnar í Singstar og koma lagi af stað! Fyrsta val var nú reyndar Sugababes og þegar ég kommentaði á lagavalið sagði hann móðgaður að það væru strákar í þessu! Hann átti sem sagt við myndbandið. Þegar hann áttaði sig á því hvernig hægt er að velja á milli laga valdi hann bæði Darkness og Motörhead. Tilviljun? Svili? Ertu með e-h heilaþvott í gangi sem ég veit ekki af?

2 thoughts

  1. Mér finnst þetta óttalega sakleysislegur “metalhaus” á myndinni 🙂
    Kannski vill hann frekar taka þátt í Júróvísjón með Þrása rokk – hehe…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *