Þegar ég verð stór

magnusprent2.jpg

…ætla ég að vera eins og vinur minn hann Magnús. Hér er á ferðinni maður sem fer alla leið með áhugamálin sín. Í gær setti ég upp Canon IPF 8000 prentara hjá honum. Ég hugsa að flestir á hans aldri (Magnús er fæddur 1926 og því kominn yfir áttrætt) myndu vera nokkuð sáttir með að geta sent tölvupóst og vafrað um á Netinu. Ekki Magnús. Hann er sko enginn nýgræðingur í tölvumálum. Og hann vill geta gert hlutina sjálfur. Magnús er frumkvöðull með mikla sköpunarþörf. Og þótt árin hafa færst yfir er ekkert slegið af. Því kom mér það ekkert á óvart þegar hann tjáði mér að nú stæði til að uppfæra prentarann, en fyrir var hann með Canon W6400 prentara sem prentar í 60 cm breidd. Ég hefði viljað sjá framan í sendibílstjórana þegar þeir keyrðu út þetta ferlíki í litla íbúð í Hafnarfirði!
Til lukku með prentarann Maggi, það er gaman að fá að taka þátt í ævintýrunum þínum.

10 thoughts

 1. Þetta er nú ekkert skrýtið, enda heitir hann Magnús :). Ég ætla að verða svona þegar ég verð stór, eiga riiisa prentara og taka myndir allan liðlangan daginn. Það verður gaman.

 2. Sæll og takk fyrir frábæra upplýsingarsíðu.
  Ég er 49 ára og verð 50 eftir 4 daga. Mig hefur alltaf langað að stunda áhugaljósmyndun. Konan mín ætlar að gefa mér Canon 5D í afmælisgjöf á föstudaginn. Mig langar að læra almennilega á vélina auk þess að læra allt um myndatöku og myndvinnslun. Ég kem til með að panta námskeið hjá þér. Hvað mælir þú með í linsum og flössum fyrir þessa vél og hvað á ég að byrja á að gera. Ég vil bara góðar linsur fyrir portrait, manlíf, landslag og matarmyndir.Auk þessa langar mig að kaupa mér góðan prentara til að geta séð árangurnin.
  Bestu kveðjur með von um góð svör.
  Jón Ægisson sem vill aðeins það besta.

 3. Live like you feel….þetta er engin smáfrétt því fáir íslendingar endast upp í svona þroska í sínu áhugmáli. Hver er Magnús annars spyr 46 ára innfæddur gaflari. Ég á ekki til orð að lýsa hrifningu minni á svona alvöru Magnúsi. Það væri gaman að kynnast Magnúsi en hann og faðir minn Árni Gunnlaugsson sem gaf út bækurnar Fólkið í Firðinum eiga þetta sama áhugamál og eru báðir tveir snillingar að mínum dómi.

 4. Sæll Jón.
  Það er svolítið erfitt að mæla með linsum fyrir aðra, en ég myndi byrja á 24-105mm f/4L þar sem hún er alhliða. Þegar þú ert farinn að átta þig betur á því á hvaða brennivíddum þú ert aðallega að vinna á væri kannski sniðugt að skoða fastar linsur til að hámarka gæðin. EX 580 er flassið sem er best með fimmunni. Í prentunum myndi ég skoða Epson og Canon. Canon eru ódýrari í rekstri en það eru til fleiri prófílar Epson megin.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *