Dótadagar eru góðir dagar

bjargey_norn.jpg

Við Benni komumst að því að það væri tilvalið fyrir mig að selja honum Hensel Porty kit-ið mitt, m.a. vegna þess að ég átti svokallaðan twin-head flasshaus, sem skilar 2400Ws sé hann tengdur við tvo generatora. Ég átti bara einn svoleiðis, en Benni fleiri – og nú heilan lager af þeim! Hensel-inn hefur reynst mér gríðarvel í þau tæplega tvö ár sem ég hef átt hann, en nokkuð þungt kit til að hafa með sér í brúðkaup til dæmis. Taskan sem ég var með utan um þetta hefur líkast til verið í kringum 20kg með auka rafhlöðu. En ég ætla ekki að vera ljóslaus í brúðkaupum í sumar – ónei. Ég verslaði mér Profoto AcuteB600 generator og AcuteB haus ásamt fleiru í dag! Þetta Profoto kit er ákaflega meðfærilegt og vel smíðað og líkast til helmingi léttara og minna um sig en Porty kit-ið. Í tilefni dótadagsins tók ég þessa mynd af dóttur minni í kvöld með Softlight reflector. Bjargey ætlar að bjóða í draugapartý á næstu dögum og því tilvalið að skella sér í nornabúning til upphitunar, ekki satt?

vid_austurengjar.jpg

En þá er aðeins hálf sagan sögð, í dótadaga-samhengi. Ég komst nefnilega að þeirri nytsamlegu niðurstöðu að nú þyrfti ég að fá Intel makka því út af myndasafnsmálum þarf ég að komast í pésé vél oftar en áður. Nýju Intel makkarnir eru nefnilega þeim hæfileikum gæddir að geta keyrt windows þegar þarf. Ég ákvað að uppfæra heimilsvélina og fór því í 24″ iMac. Asskoti hress vél bara, fer fram úr mínum vonum og Lightroom dansar sem aldrei fyrr. Myndin hér að ofan er síðan síðasta haust og er tekin nærri Austurengjum á Reykjanesi. Að sjálfsögðu unnin í fyrrnefndu Lightroom á áður óþekktum hraða!

2 thoughts

  1. Ætlaði varla að þekkja stúlkuna á myndinni 🙂
    Dótadagar eru nauðsynlegir öðru hverju – sérstaklega þegar maður getur selt dót á móti…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *