Adobe Photoshop Lightroom

lrfinal.jpg

Þá er Lightroom 1.0 formlega komið út. Hægt er að nálgast 30 daga prufuútgáfu hér. Forritið hefur þroskast vel í gegnum betu-ferlið og virkar sprækt á nýja Intel iMac-anum mínum, jafnvel þegar unnið er með 16.5 MP skrár. Nýtt frá síðustu betu er m.a. að nú er hægt að klóna eða nota healing á rykbletti sem er að sjálfsögðu mjög kærkomin viðbót. Annars er búið að straumlínulaga forritið í heild og útlitið er afar smekklegt að mínu mati. Það eru strax komin stolin raðnúmer í umferð, eins og við mátti búast, en verðmiðinn er nú ekki gríðarlega hár eða USD 200 í Bandaríkjunum sem er kynningarverð. Ég hvet því alla sem lýst vel á forritið eftir prufutímann að kaupa það frekar en að fá það “lánað”.

Það er ljóst að Adobe tók hárrétta ákvörðun með því að gera forritið að public betu og opna ennfrekum sérstök spjallsvæði fyrir notendur þar sem þeir gátu deilt reynslu og fengið stuðning frá fyrirtækinu. Á sama tíma fékk Apple Aperture góðan skell og ég hugsa að það sé á brattann að sækja þar á bæ. Engu að síður held ég nú að Steve Jobs hafi ekki reiknað með að ná sama árangri með Aperture líkt og Apple náði á undraskömmum tíma með Final Cut Pro.

En hvað sem öðru líður þá er stuð að vera ljósmyndari í dag, svo mikið er víst. Þróun vél- og hugbúnaðar er gríðarhröð og maður þarf bókstaflega að hafa sig allan við að fylgjast með! Ég hvet alla sem hafa ekki skoðað Lightroom ennþá að láta verða að því. Forritið er miklu betur sniðið að þörfum ljósmyndarans og einfaldar vinnuferlið til muna.

6 thoughts

  1. Þetta er fyrst og fremst hugsað út frá Raw en það er hægt að vinna JPEG og TIFF myndir á sama hátt, þ.e. nota sömu stillingar líkt og um Raw skrá væri að ræða.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *