Forskot á sæluna

party.jpg

Það var tekið smá forskot á sæluna hér í Hraunbænum í dag. Draugapartý hjá Bjargey og allir sem vildu máttu mæta í búningum. Þar sem það er öskudagur á morgun voru þær flestar klárar með búningana. Hér var þó ekki mikið sælgæti á boðstólum, enda ljóst að blessuð börnin fá nógu stóran skammt á morgun. Merkilegt hvernig gamli góði öskudagur varð allt í einu að e-h amerísku “trick or treat” dæmi? En hvað nú um það. Alls konar ávextir og ferskur safi úr jarðaberjum og appelsínum rann hins vegar ljúft niður. Og gamli varð náttúrulega að taka hópmynd…

3 thoughts

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *