Skíðaferð!

ari_skidaferd.jpg

Þá erum við fjölskyldan farin í vikufrí til Geilo á skíði! Pabbi verður sjötugur núna í lok mánaðarins þannig að okkur systkinunum þótti tilvalið að bjóða heiðurshjónunum til Noregs í tilefni afmælisins. Þetta verður án efa þrælfín ferð, enda nægur snjór (100 cm dýpt og þar af um 20 cm nýr púðursnjór) og svæðið frábært fyrir fjölskyldufólk.

Fyrir ljósmyndarnörrana þá er hér smá info um hvað er tekið með í ferð sem þessa. Í LowePro Trekker pokann fer: Canon EOS 5D, EF 35mm f/1.4, EF 50mm f/1.4 og EF 135 mm F/2.0 ásamt 1.4x extender. Þá er maður helv.. vel dekkaður, með létta tösku en samt topp gler. Pósta án efa e-h myndum þegar heim er komið.

3 thoughts

  1. Ég seigi eins og var einusinni sagt við mig þegar ég var að fara til Noregs “ef þú sérð noskan skógarkött ekki klappa honum! þetta er EKKI noskur skógarköttur!” allavega góða ferð!
    kv hag

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *