Heja Norge 1

flugvelabstract.jpg

Þá loksins hefur maður smá tíma til að blogga. Ferðin til Noregs var mjög fín, þrátt fyrir nokkur veikindi í hópnum. Við flugum með SAS Braathens klukkan fjögur síðdegis, sem er velkomin nýjung í ferðalögum okkar Íslendinga í stað þess að rífa sig upp um miðja nótt og vera svo fyrsta sólarhringinn í fríinu að jafna sig á svefnleysinu. Hins vegar eru SAS Braathens svolítið sér á parti hvað það varðar að senda einungis sumum farþegum sínum farmiða í pósti. Þannig fékk systir mín ekki miðana fyrir sig og börnin sín og þar á meðal voru líka miðarnir fyrir mig og börnin þar sem við gengum frá bókuninni saman með einu greiðslukorti. SAS Braathens nota sem sagt ennþá einhverja snepla sem kallast flugmiðar, en öll önnur flugfélög eru löngu búin að leggja þennan óþarfa niður í sparnarðaskyni. Þau ættu kannski að endurskoða það því þetta er ágætis tekjulind! Það kostar nefnilega 4000 kr. pr. flugmiða að gefa út (prenta út) flugmiða á skrifstofunni í Leifstöð. Hvergi var tekið fram við kaupin á Netinu að maður fengi svona flotta flugmiða senda og að ekki myndi nægja að mæta með staðfestingarkóðann sem uppgefinn er við kaupin. Sniðugt hjá þeim!

ari_flugvel1.jpg

onboard1.jpg

Þetta sló þó ekkert á gleði okkar við að vera að fara í skíðafrí og Ari Carl var sérstaklega góður í flugvélinni. Hann var reyndar hálf lasinn sem skýrir kannski rólegheitin. Við lentum 22.30 að staðartíma, sóttum farangurinn, fengum bílaleigubílana og ókum svo að Gardemoen Bed and Breakfast þar sem við gistum þessa fyrstu nótt. Daginn eftir ókum við svo til Geilo en það eru um 250km þangað frá Gardemoen og Oslo. Það er svolítið seinlegt að keyra þessa leið enda eru vegirnir frekar þröngir þar sem þeir liggja um fjöll og dali. Fyrsta daginn á Geilo notuðum við því bara til að kaupa inn mat og koma okkur fyrir í bústaðnum, en hann er í eigu systurdóttur pabba og var smíðaður af Mats “eldri” afa mínum. Það var því gaman fyrir okkur að endurlifa gamla tíma frá þessu húsi. Þetta er hin myndarlegasta Hytta sem fer létt með að hýsa 10-12 manns. Eins og sjá má var nægur snjór á Geilo og tilhlökkun að komast í brekkurnar daginn eftir.

matsbo.jpg

4 thoughts

  1. Meirameira – fleiri myndir! 🙂
    Velkomin aftur á klakann – hlökkum til að sjá ykkur.

  2. Þetta er sykursætt hús með rjóma í kring;-) þetta hlýtur að hafa verið mjög kósý hjá ykkur. Jamm tek undir það, fleirri myndir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *