Heja Norge 3

geilokerti.jpg

Þetta eru Geilokerti. Norðmönnum nægja nefnilega ekki venjuleg Grýlukerti. Þau eru e-h svo þreytt. Þessi eru miklu hressari og reyna að komast inn til manns ef maður skilur eftir opinn glugga. Allt í lagi, ég skal hætta að bulla. Þegar hlánaði undir lok ferðar komu þessi ferlíki skríðandi niður. Það var mikið snjófarg á þakinu og það endaði með því að allt rann niður með látum og við urðum bókstaflega að moka okkur út úr bústaðnum daginn sem við fórum heim. Annars hafa margir beðið um fleiri myndir úr ferðinni. Í stað þess að dúndra þeim öllum hér inn ákvað ég að útbúa vefgallery sem má skoða hér.

geilopano.jpg

Ennfremur útbjó ég þessa mynd hér að ofan. Þetta er samsett mynd úr ca 10 skotum, tekið handhelt með EOS 5D og 135mm linsu. Myndunum skeytti ég svo saman í Autopano Pro. Með því að smella á myndina eða hér opnast hún sem zoomify mynd sem hægt er að stækka upp og skoða þannig í mun meiri smáatriðum. Það má sjá gömlu Hyttuna hans afa mjög vel en hún er staðsett nánat í brekkunni sem er lengst til vinstri á myndinni. Vonandi hafið þið gaman af því að leika ykkur með þetta.

5 thoughts

 1. Chris þú ættir að rétta konunni þinni eða jafnvel pabba þínum myndavélina, stöku sinnum í svona ferðum! maðurinn sem ég talaði um á Deigi 19 í sm seríuni minni sá líka altaf um að taka myndirnar! og núna eru til mjög fáar myndir af honum.
  Ég fæ son minn sem er 9 ára til að taka myndir af mér hann tók t,d, avar myndina
  p,s ég fór að ráðum þínum og fekk mér 5D hún er á leiðinni og ég er mjög spentur!

 2. já það er rétt hjá þér, konan er reyndar með Ixus og það voru nokkrar teknar af mér á hana.
  Til lukku með fimmuna. Þú sérð ekki eftir þeim kaupum. Ég hallast að því að þetta sé ein af allra bestu myndavélum sem ég hef átt. Nú opnast alveg ný sýn hjá þér.

 3. Skemmtilegar myndir Chrissi, þessi zoom mynd er frábær. Fallegur staður Geilo. Heyja Norge!!!

 4. O hvað það hefur verið gaman hjá ykkur. Ekkert smá flott hytta sem familían hefur fengið þarna. Efnilegir skíðakappar í ungliðahópnum 🙂

 5. Þetta hefur verið skemmtileg ferð hjá ykkur, mikið er fallegt þarna í Noregi og húsið alveg frábært. Gaman að sjá það upplýst og skíðabrekkur rétt hjá, ég sé snjó í hyllingum núna hehe..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *