Skrifborðspælingar

axis.jpg

Var að ljósmynda fyrir Axis í vikunni. Þeir eru með margar fínar lausnir fyrir skrifstofuna. Ef þú ert t.d. að leita að góðu skjástatívi, fyrir einn eða fleiri skjái eða upphengi fyrir tölvu (sem heldur alvöru tölvum) þá skaltu heimsækja Axis. Svo eru rafdrifnu borðin snilld. Ég vinn við svona borð (reyndar ekki frá þeim) og nota það mikið að hækka borðið upp til að vinna standandi. Þannig hvílir maður bakið, því maður situr ekki allan daginn eins og kartöflusekkur fyrir framan tölvuna. Ég kynntist þessu fyrst í Danmörku þegar ég vann í myndasafninu hjá Grundfos. Það eru orðin 8 ára síðan og þar voru allir komnir með svona lyftuborð. Nú virðist þessi bylgja loks vera að skella á hér. Sem er hið besta mál, því svona borð fara betur með líkamann. Myndin hér að ofan er af nettu borði með raflyftu sem er hugsað í vinnuherbergið heima við eða í unglingaherbergið. Fermingargjöfin í ár?

3 thoughts

  1. smooth lýsing á þessu hjá þér. fyrir harlem kreppurnar þá er ikea raf-borðin líka ágæt, hjálpar allavega vinnuölkum eins og mér að vinna lengur;)

    hilsen

    Bensó

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *