Lasnar tásur

ari_lasinn1.jpg

Við feðgarnir erum heima saman í dag. Ari nældi sér í flensu, enn og aftur. Það er annars merkilegt hvað börn eru miklir naglar. Það fer ekkert að draga af honum nema hitinn sé kominn upp að 40 stigum. Það er sama sagan með stelpurnar mínar. Ef ég er kominn með eitthvað yfir 38 stiga hita er ég voða slappur.

Annars er búið að vera nóg að gera undanfarið. Mikið af skemmtilegum verkefnum, nóg að mynda og vinna úr. Um helgina fór ég svo á námskeið hjá Guðjóni Bergmann sem heitir “Þú ert það sem þú hugsar”. Ég ber mikla virðingu fyrir Guðjóni, hef verið í jógatímum hjá honum og veit að hann er fagmaður fram í fingurgóma. Ég bar því miklar væntingar til námskeiðsins sem það stóð undir og gott betur. Guðjón kennir margt sem maður telur sig vita, en það er stór munur á því að telja sig vita e-h og að lifa eftir því. Ef þú ert ein/n af þeim sem finnst þú þurfa meiri einbeitingu og skýrari sýn á hvað þú vilt í raun og veru þá er þetta rétta námskeiðið fyrir þig.

2 thoughts

  1. Jamm Yoga virkar, breytti lífi mínu þegar ég byrjaði að stunda það. Kíktu á bókina “Holistic Practice Manual” eftir Yogi Shanti Desai (kannski er Guðjón búinn að benda þér á hana). Góð bók sem fylgir mér hvert á land sem er.

    Jai Bhagwan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *