My name is Holga

holga.jpg

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær gefins myndavél. Árni félagi kom færandi hendi á föstudaginn og gaf mér þessa líka fínu Holgu. Holga kemur upprunalega frá Hong Kong og var framleidd í kringum 1982 ætluð alþýðu Kína til að skrásetja líf sitt. Holga er úr plasti (linsan líka) og er því mjöööög létt. Frábær í ferðalögin. Holga hefur síðan orðið mjög vinsæl í hinum vestræna heimi, enda eru myndirnar sem koma út úr þessari vél með mjög sérstakan karakter. Það er meira að segja hægt að versla sér alls konar breyttar Holgur eins og hjá honum Randy. Það eru til fleiri en ein tegund, líka vélar með gler linsum og flassi meira að segja. Þær voru samt bara á færi forstjóra í Kína. Nei, nei bara grín.

Ég hlóð strax gamalli útrunni Fuji 400 ISO filmu í vélina og svo hef ég og börnin rifist um að taka myndir með henni. Þeim finnst þessi miklu meira spennandi en allar hinar digital- og filmuvélarnar mínar. Við klárum filmuna um helgina og svo verður gaman að sjá hvaða karakter mín Holga býr yfir þegar ég er búinn að framkalla filmuna.

Það er hægt að gera mjög skemmtilega hluti með svona vélum. Katrín Elvarsdóttir er m.a. sönnun þess. Katrín hefur notað Holgu til að gera mjög áhugaverða hluti, nú síðast sýningu í Þjóðminjasafninu á “Veggnum” sem ber heitið Sporlaust. Ég sá einmitt um prentun á þeim myndum, en þær voru frá ca 25×25 upp að 100×100 cm. Hvet ykkur til að skoða sýninguna hennar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *