Hugbúnaðaruppfærslur frá adobe

sc3-premium-suites.jpg
Adobe kynnti nýju “Sköpunarsvítuna” sína – Creative Suite CS3 með pompi og prakt í gær. Adobe segir að þetta sé stærsti dagur í sögu fyrirtækisins, enda var um að ræða 13 uppfærslur og í sumum tilfellum alveg ný forrit. Þetta eru ennfremur fyrstu sameinuðu forritin sem líta dagsins ljós eftir að Adobe keypti Macromedia.

Fyrir okkur ljósmyndarana er margt nýtt og spennandi. Stóru fréttirnar eru þær að nú kemur Photoshop í tveimur útfærslum; Photoshop og Photoshop Extended. Extended útgáfan hefur m.a. 3D stuðning og fleira sem á að lokka arkitekta og verkfræðinga til þess að kaupa forritið í ríkari mæli. Sumt af því nýtist ljósmyndurum, sérstaklega þeim sem eru komnir á kaf í HDR, eða þeim sem vinna flókna myndvinnslu reglulega (samsetningar og þess háttar).

CS3 Suite kemur út í fjórum mismunandi útfærslum og hér hægt að sækja pdf sem ber pakkana saman. Þarna kemur líka fram verð á nýju pökkunum og einnig verðið á uppfærslum. Forritin hafa ekki beint lækkað í verði og líklegt að verðmiðarnir hér á landi verði töluvert hærri en þessi verði í USD. Sem dæmi kostar uppfærsla á Creative Suite CS2 Premium í CS3 Premium um 440 USD í Bandaríkjunum á meðan sama uppfærsla er seld á verði sem samsvarar rúmlega 900 USD í Bretlandi. En það er svo sem ekkert nýtt að mismunandi markaðssvæði hafi mismunandi verð…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *