Hvað er metadata?

fileinfo.gif
File info glugginn í Photoshop CS2

Metadata er upplýsingar um stafrænar skrár, hvort heldur ljósmyndir eða önnur gögn á stafrænu formi. Hluti af þessum upplýsingum verða til við sjálfa myndatökuna, en vélin skráir upplýsingar eins og ljósop, lokarahraða, tíma og dagsetningu myndatöku og sitthvað fleira. Þessi sjálfvirka upplýsingasöfnun er gríðarlega þægileg og margir ljósmyndarar reiða sig mikið á hana. En upplýsingarnar sem við sjálf bætum við þegar við skráum myndirnar okkar eru ekki síður mikilvægar. Þegar við skráum myndirnar og höldum utan um þær í myndasafns eða catalog-forritum er talað um metalogging.

Undir Metalogging felst aðallega tvennt. Annars vegar að skrifa myndatexta sem lýsir því hvað er á myndinni eða hvað er að gerast á myndinni – og hins vegar að bæta við lykilorðum (einnig nefnd efnisorð) til frekari flokkunar.

Mörgum þykir þessi vinna óþörf eða óskemmtileg. Vissulega er hún tímafrek, en virði ljósmyndanna margfaldast við það að þær eru skráðar á kerfisbundinn hátt. Skráningin opnar um leið nýja möguleika við vistun myndanna og hugsanlega höfundarréttarsölu þar sem heimurinn allur getur verið markaðssvæðið! Margir eru farnir að nýta sér vefsvæði eins og Flickr, SmugMug, Digital Railroad og Photoshelter til að hýsa myndirnar sínar. Vel skráðar og lyklaðar myndir eru mun líklegri til að seljast – þar sem þær finnast! Það verður æ algengara að myndaritstjórar leiti út fyrir stóru myndabankana eftir fersku myndefni með minna “stock” útliti og því er bara bull að vera nál í heystakki, þegar maður getur komið myndunum sínum á framfæri með því að skráð þær.

Þegar skrifa á greinagóðan myndatexta er gott að hafa eftirfarandi í huga:

? Nota rétt málfar og passa stafsetningu.
? Nota alltaf nútíð við lýsingar.
? Nota stóran staf í upphafi setninga.
? Nota stóran staf í nafnorðum og staðarheitum (og passa stafsetninguna!).
? Nota bil á milli orða.
? Passa notkun á klisjukenndu málfari.
? ALDREI nota bara hástafi.
? Fara yfir stafsetningu ? passa sérstaklega vel upp á staðarnöfn og tæknilegt mál.
? Nota Location, City, State/Province (ef á við) og Country IPTC reitina.
? Ef þú þekkir tæknileg heiti eða t.d. latnesk heiti getur verið gott að setja það inn, en BARA ef þú þekkir það 100% – aldrei skal geta sig til við notkun á slíkum heitum.

Persónulega nota ég iView MediaPro til að skrá og bæta við lykilorðum við myndirnar mínar, en það er ekki nauðsynlegt að vera með sérstakt forrit til þess. Bæði Photoshop og Lightroom styðja metadata skráningu þó Lightroom sé meira ætlað til þess en Photoshop. Það skal viðurkennt að það fer drjúgur tími í þessa iðju, en ég lít svo á að hann skili sér margfalt tilbaka. Ég fer nánar út í skráningu og lykilorð á næstunni.

One thought

  1. Takk fyrir þetta Chris ég skrái bara myndir sem ég sendi á blaðið sem byrtir stundum eftir mig, mér fynst það ekkert mál að gera það þá þó svo að maður sé oftast í tíma pressu þegar maður sendir þeim. þetta var frábær pistill bíð spentur eftir þeim næsta

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *