ColorEyes Display Pro

dccedpro_frnt_wht.gifFyrir nokkru prófaði ég þennan hugbúnað frá Intergrated Color Corporation eftir að hafa heyrt mikið lof um gæði ICC skjáprófílana sem hann útbýr. Í stuttu máli stóð hann undir væntingum. Ég hafði samband við annan af eigendum fyrirtækisins – Jack Bingham, því ég hafði spurningar varðandi vélbúnaðinn sem þeir selja með, en það er Xrite DTP-94. Þá kom í ljós að hann er mikill Íslandsvinur og vildi ólmur bjóða mér að selja vörurnar þeirra. Það var svo sem auðsótt.

Kosturinn við ColorEyes Display Pro er að hann styður miklu fleiri mælitæki en almennt er með þennan hugbúnað. Þannig geta núverandi eigendur Spyder2 eða Eye One 2 mælitækja keypt hugbúnaðinn eingöngu og notað sínar græjur. Ókosturinn við hugbúnaðinn er hins vegar svo að hann er ekki með svokallað Site License. Hvert leyfi af hugbúnaðnum styður hins vegar allt að þrjár vélar. Ég set það ekki fyrir mig þar sem ég sé hversu miklu betri útkomu þessi hugbúnaður skilar og verðið er ekki það hátt. Prófílarnir eru mýkri og hafa mun betri skuggateikningu. Það er mjög auðvelt að stilla tvo ólíka skjái að sama target, en ég er með 23″ og 20″ ACD skjái sem ég fékk aldrei almennilega eins með notkun á ColorVision Spyder2 Pro, þar sem þeir hafa ólíkan native ljóshita. Ég sá í raun ekki hversu ólíkir þeir höfðu verið fyrr en ég notaði ColorEyes Display Pro.

Ef þú átt Spyder2 þá mæli ég hiklaust með því að þú sækir þér prufuútgáfu af ColorEyes Display Pro. Til þess þarftu bara að skrá þig á síðunni þeirra og svo “pantar” þú prufuútgáfuna í gegnum verslunarkerfið. Hún dugar svo í 10 daga eða 10 skipti, hvort heldur sem kemur fyrst. Það er annars mjög auðvelt að versla beint af heimasíðunni þeirra og því mun ég eingöngu selja hugbúnað með mælitæki og/eða stærri lausnir.

6 thoughts

 1. Sæll,

  Var bara að velta fyrir mér hvað lógó þeirra væri líkt lógói RedHatLinux…..

  Snorri

 2. Ég er nú ekki búinn að reikna almennilega á það en mér sýnist að ColorEyes Display Pro ásamt X-rite DTP-94 verði á rætt tæpan 40 þúsund kall.

 3. Sæll

  Hef einmitt lesið mikið lof um þennan hugbúnað en aldrei komið mér í að prufa. Kanske maður láti loks verða að.

  Annars eru xrite hættir að framleiða þennan pökk eftir því sem ég best veit. Þeir eru s.s. farnir að nota eye one í sínum lausnum.

  Kv

  Guðni

 4. Já Xrite keypti Gretagmacbeth fyrir þó nokkru og síðan hefur þessi markaður beðið eftir nýjum vörum. Það hefur lítið sem ekkert gerst og því skapast ný tækifæri fyrir minni fyrirtæki eins og Intergrated Color Corportaion. Ég spurði einmitt Jack út í þessa mælitæki þar sem ég vissi að framleiðslu á þeim hafði verið hætt. Hann fullyrðir að DTP-94 sé besti Colorimeter sem fæst í dag og aðeins Spectro-mælar fá nákvæmari mælinga – enda kostar þeir mun meira. Þeir keyptu því töluverðar birgðir af þessum mæli til að geta selt með sínum hugbúnaði.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *