Sumarið verður gott

kleifarvatn.jpg

Það er ljóst, sumarið verður gott. Við áttum frábæran dag ásamt vinum okkar Hildi og Árna á Reykjanesi á sumardaginn fyrsta. Nutum veðurblíðunnar m.a. við Kleifarvatn á meðan börnin léku sér við vatnið og í klettunum. Ég velti því fyrir mér hversu margir Reykvíkingar hafa ekki komið að Kleifarvatni – eða þá ekið um Reykjanesið og skoðað sig um. Það er oft þannig að fólk gleymir að skoða umhverfið sem er nálægast, fer frekar norður í land eða austur, nú eða þá bara til útlanda.

Nú stendur yfir ferðasýning í Fífunni sem er ætluð Íslendingum til að kynnast landinu og ferðamöguleikunum betur. Hið besta mál. Við þurfum að vera duglegri við að sækja Ísland heim og kynnast okkar einstæðu náttúru enn frekar. Við þurfum að breyta þeirri hugsun að ákveðnir hlutar landsins séu lítils sem einskins virði vegna þess að svo fáir hafi komið á þessa staði. Einmitt þess vegna er landið ómetanlegt. Ég ætla að fara í a.m.k. eina gönguferð í sumar með Hálendisferðum. Þetta ferðafélag leggur mikinn metnað í að bjóða gönguferðir um landsvæði sem annars fáir hafa farið um.

kleifarvatn2.jpg

Ég tók töluvert af myndum á Reykjanesinu. Það eru engar fréttir, nema að ég tók mest á filmu! Myndirnar hér að ofan eru reyndar teknar stafrænt en svo fór ég yfir í bladdarann og Xpan restina af deginum. Pósta örugglega fleiri myndum þegar ég er búinn að skanna, en ég tók mest á Fuji negatív og svo á Ilford XP2 svart/hvítt. Frískandi að fara aðeins yfir í analog!

One thought

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *