Sinar Hy6

sinarhy6_low.jpgÞá loksins fer þessi vél að koma á markað, eftir að hafa vakið mikla athygli síðasta haust á Photokina sýningunni í Köln. Í ljósi þess að Hasselblad ákvað að nýju H3 vélarnar myndu eingöngu ganga með þeirra bökum er þessi vél spennandi nýjung fyrir þá sem vilja hafa valmöguleika varðandi hvaða “blöndu” þeir velja sér á stafrænum bökum og linsum. Sinar framleiðir Hy6 í samvinnu við Jenoptik og Franke & Heidecke (Rollei) og nýtir Rollei lens mount sem tekur linsur frá Sinaron, Schneider og Zeiss. Hy6 ræður við flass sync upp að 1/1000 úr sekúndu og nýtir sér innrauðan geisla ef þarf fyrir sjálfvirka fókusinn. Hægt er að velja um 90 gráðu skoðara eða gamla góða waist-level skoðarann með stækkunargleri. Vélin er líka sérstök fyrir þær sakir að hún er fyrsta og eina stafræna medium-format vélin sem getur verið bæði 6×6 og 6×4.5 format vél, þ.e. bök í báðum formötum ganga með henni.

Það er því ljóst að senn fær Hasselblad alvöru samkeppni í stafræna medium-formatinu. Þeir hafa hafa fengið nokkra gagnrýni fyrir linsunar sínar, þó sérstaklega stóru zoom linsuna sem er svo þung að ef hún fær að hanga mikið niður (líkt og þegar maður hefur myndavél hangandi í ól á öxlinni) eru góðar líkur á því að linsuelementin skríði til, sem annað hvort getur valdið bilun í mótor fyrir sjálfvirka fókusinn eða þá að fremstu elementin hreinlega detta úr! Það verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni hvernig málin þróast með þessa nýju vél frá Sinar.

6 thoughts

 1. Ég á H3 og átti CM kerfi áður. Ég get ekki merkt það að þessar nýju linsur séu lakari en linsurnar sem ég átti með CM vélinni.
  Ég hef reyndar ekki gert vísndalegan samanburð á þessu en þessar linsur eru að skila mér því sem ég átti von á.Ég hef þó heyrt um þetta vandamál með zoom linsuna. Ég hafði mikin áhuga á þessari Sinar vél áður en ég keypti H3 en eins og algengt er í þessum medium format bransa að þá er fæðingartíminn oft ansi langur. Pentax 645 vélin er gott dæmi um það. Þess vegna skellti ég mér á H3. Ég reiknaði alveg eins með að þessi vél kæmi ekkert á markað á næstunni. Þetta er mjög áhugaverð vél hjá Sinar.

 2. Já, hlutirnir taka sinn tíma og fyrirtækin eru oft að reyna að krækja í viðskiptin áður en varan er tilbúin. Það var t.d. hægt að kaupa þessa Hy6 vél og fá Rolleiflex 6008 AF að láni frítt á meðan beðið er. Vélin verður seld frá og með miðjum júlí og í boði er að taka 33-megapixla Sinarback emotion 75LV bak fyrir um 32,500 USD í Bandaríkjunum.

 3. Það er sama verð og H3D 39-megapixla pakkinn er á í USA. Veistu frá hvaða framleiðanda flagan er í 75LV bakinu?

 4. zoomarinn frá schneider er reyndar engin smá smíði, á stærð við 300 2.8 frá canon. Annars verður gaman að sjá hvernig þessi vél kemur út, reyndar sögðu bæði sinar og franke að vélin og allir aukahlutir væru ca. 20% dýrari en hasselblad sem ég veit ekki allveg hversu gott er, finnst nú bladdarinn nógu dýr fyrir og hægt að fá mamyiu fyrir helmingin af verði svíana. Það best við þessa vél er hins vegar án efa það að geta snúið bakin á báða kanta, reyndar ekki rotable eins og Rz-an. Stór mínus við bladdaran að þurfa að snúa vélinni á hlið til að mynda heilsíður og annað í portrait

  hilsen

  Bensó

 5. Þessi er svöl og gefur Hasselblad mönnum eithvað að pæla í.

  Vonandi fær maður að sjá verðlækkanir á þessum stafrænu bökum líka. Maður hefur ekki séns á þessu sem áhugamaður 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *